Konur þurft að búa mánuðum saman í athvarfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:30 Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“ Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira