Meistararnir lögðu grunninn að nýju Öskubuskuævintýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. janúar 2019 09:30 Kraftaverkamaður. Foles hleypur hér af velli eftir leik í nótt. Hann fékk eina milljón dollara í bónus fyrir sigurinn. vísir/getty Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia NFL Ofurskálin Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia
NFL Ofurskálin Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira