Teitur fagnaði hreyfingu Elvars eins og hann hefði skorað mark í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 09:30 Elvar Már Friðriksson. Mynd/S2 Sport Ein stjarna skein skærast á gólfinu í Keflavík í gær þegar Njarðvíkingar unnu Reykjanesbæjarslaginn og komust fyrir vikið einir í toppsæti Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hins smáa en knáa bakvarðar Njarðvíkurliðsins Elvars Más Friðrikssonar sem skoraði 32 stig í leiknum og leiddi sitt lið til sigurs. Elvar var einnig með 12 fráköst, 3 stoðsendingar og hitti úr 60 prósent skota sinna í leiknum. Hann skilaði 33 framlagsstigum til Njarðvíkurliðsins. Njarðvíkingar hafa ekki tapað með Elvar innanborðs í deildinni í vetur. „Það var unun að horfa á hvernig hann spilaði annan leikhlutann, bæði hvernig hann fór að körfunni og hvernig hann setti niður þrista eða var að finna leikmenn. Hann er einnig orðinn gríðarlega öflugur að klára hraðaupphlaupin sín,“ sagði Hermann Hauksson, einn spekinganna í Körfuboltakvöldi. Körfuboltakvöldið sýndi um leið nokkrar frábærar körfur frá Elvari í leiknum og þar á meðal eina þar sem hann setti allt Keflavíkurliðið niður á hælana áður en hann skoraði úr laglegu sniðskoti. „Teitur (Örlygsson) fagnaði þessari hreyfingu eins og hann hefði skorað mark í fótbolta,“ sagði Hermann en Teitur Örlysson er eins og flestir vita dáðasti sonur Njarðvíkur og mikill stuðningsmaður liðsins sem hann vann tíu Íslandsmeistaratitla með. „Hann skorar allar stóru körfurnar og á öll stóru „playin“. Svo fyrir utan það sem hann er að gera í sóknarleiknum þá er hann einnig frábær varnarmaður,“ sagði Hermann. „Tölurnar hans eru keimlíkar tölurnar hans Craion en þar erum við að tala um senter og leikstjórnanda,“ sagði Teitur Örlygsson en bandaríski miðherji Keflvíkinga var með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á móti 32 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum frá Elvari. Það má finna allt innslagið um Elvar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Frábær frammistaða Elvars á móti Keflavík Dominos-deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Ein stjarna skein skærast á gólfinu í Keflavík í gær þegar Njarðvíkingar unnu Reykjanesbæjarslaginn og komust fyrir vikið einir í toppsæti Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hins smáa en knáa bakvarðar Njarðvíkurliðsins Elvars Más Friðrikssonar sem skoraði 32 stig í leiknum og leiddi sitt lið til sigurs. Elvar var einnig með 12 fráköst, 3 stoðsendingar og hitti úr 60 prósent skota sinna í leiknum. Hann skilaði 33 framlagsstigum til Njarðvíkurliðsins. Njarðvíkingar hafa ekki tapað með Elvar innanborðs í deildinni í vetur. „Það var unun að horfa á hvernig hann spilaði annan leikhlutann, bæði hvernig hann fór að körfunni og hvernig hann setti niður þrista eða var að finna leikmenn. Hann er einnig orðinn gríðarlega öflugur að klára hraðaupphlaupin sín,“ sagði Hermann Hauksson, einn spekinganna í Körfuboltakvöldi. Körfuboltakvöldið sýndi um leið nokkrar frábærar körfur frá Elvari í leiknum og þar á meðal eina þar sem hann setti allt Keflavíkurliðið niður á hælana áður en hann skoraði úr laglegu sniðskoti. „Teitur (Örlygsson) fagnaði þessari hreyfingu eins og hann hefði skorað mark í fótbolta,“ sagði Hermann en Teitur Örlysson er eins og flestir vita dáðasti sonur Njarðvíkur og mikill stuðningsmaður liðsins sem hann vann tíu Íslandsmeistaratitla með. „Hann skorar allar stóru körfurnar og á öll stóru „playin“. Svo fyrir utan það sem hann er að gera í sóknarleiknum þá er hann einnig frábær varnarmaður,“ sagði Hermann. „Tölurnar hans eru keimlíkar tölurnar hans Craion en þar erum við að tala um senter og leikstjórnanda,“ sagði Teitur Örlygsson en bandaríski miðherji Keflvíkinga var með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á móti 32 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum frá Elvari. Það má finna allt innslagið um Elvar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Frábær frammistaða Elvars á móti Keflavík
Dominos-deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira