Eldisfyrirtæki klagar prest til kirkjunnar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, sem kvartaði undan sóknarprestinum til þjóðkirkjunnar vildi ekki tjá sig um málið. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða hf. hafa sent þjóðkirkjunni kvörtun vegna framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests og ábúanda í Heydölum. Gunnlaugur hefur haft sig mikið í frammi í baráttunni gegn sjókvíaeldi á Austfjörðum, meðal annars sem formaður Veiðifélags Breiðdæla. En hann á einnig hagsmuna að gæta sem sóknarprestur sem nýtur hlunninda af prestsjörðinni Heydölum. Hagsmuna af veiði á villtum laxi á svæðinu sem hann hefur lýst yfir opinberlega að hann telji sjókvíaeldi stofna í voða.Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum.Prestssetrinu í Heydölum fylgja nefnilega væn hlunnindi sem renna beint í vasa sóknarprests. Bæði af æðardúni og veiði í Breiðdalsá. Samkvæmt fasteignaskrá er hlutur Heydala í Breiðdalsá rúm 16 prósent og metinn á rúmar 4,7 milljónir króna samanborið við 13,4 milljóna matsverð á æðarvarpinu. Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, vildi ekkert tjá sig um kvörtunina þegar eftir því var leitað. Erindi fyrirtækisins var tekið fyrir á fundi kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í síðasta mánuði. Í fundargerð fundarins segir: „Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi kirkjuráðs að óska eftir því við ábúandann, sóknarprestinn í Heydölum, að hann komi á næsta fund fjármálahópsins til að ræða um málefni prestssetursjarðarinnar Heydala.“ Málið virðist á viðkvæmu stigi því Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, vildi heldur ekki tjá sig um kvörtunina á hendur sóknarprestinum fyrir austan. Segir Oddur að málið sé í ákveðnu ferli eins og komi fram í fundargerðinni og meðan það sé í vinnslu verði fjölmiðlum ekki veittur aðgangur að gögnum málsins heldur. Sem dæmi um hitann í eldisdeilunum fyrir austan má nefna að aðalfundur Veiðifélags Breiðdæla, sem Gunnlaugur veitir formennsku, sendi síðastliðið sumar frá sér harðorða bókun þar sem laxeldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands var harðlega mótmælt. Meðal ummæla sem þar féllu voru að Íslendingar væru að „láta norska eldisrisa hafa sig að féþúfu“ og eldisiðja Fiskeldis Austfjarða í Berufirði væri „lögleysa, og trúverðugleiki stofnana, sem ábyrgð bera á útgáfu leyfa og eftirliti, er í molum og geta þær því tæpast talist marktækar“. Ekki náðist í Gunnlaug Stefánsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Þjóðkirkjan Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða hf. hafa sent þjóðkirkjunni kvörtun vegna framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests og ábúanda í Heydölum. Gunnlaugur hefur haft sig mikið í frammi í baráttunni gegn sjókvíaeldi á Austfjörðum, meðal annars sem formaður Veiðifélags Breiðdæla. En hann á einnig hagsmuna að gæta sem sóknarprestur sem nýtur hlunninda af prestsjörðinni Heydölum. Hagsmuna af veiði á villtum laxi á svæðinu sem hann hefur lýst yfir opinberlega að hann telji sjókvíaeldi stofna í voða.Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum.Prestssetrinu í Heydölum fylgja nefnilega væn hlunnindi sem renna beint í vasa sóknarprests. Bæði af æðardúni og veiði í Breiðdalsá. Samkvæmt fasteignaskrá er hlutur Heydala í Breiðdalsá rúm 16 prósent og metinn á rúmar 4,7 milljónir króna samanborið við 13,4 milljóna matsverð á æðarvarpinu. Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, vildi ekkert tjá sig um kvörtunina þegar eftir því var leitað. Erindi fyrirtækisins var tekið fyrir á fundi kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í síðasta mánuði. Í fundargerð fundarins segir: „Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi kirkjuráðs að óska eftir því við ábúandann, sóknarprestinn í Heydölum, að hann komi á næsta fund fjármálahópsins til að ræða um málefni prestssetursjarðarinnar Heydala.“ Málið virðist á viðkvæmu stigi því Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, vildi heldur ekki tjá sig um kvörtunina á hendur sóknarprestinum fyrir austan. Segir Oddur að málið sé í ákveðnu ferli eins og komi fram í fundargerðinni og meðan það sé í vinnslu verði fjölmiðlum ekki veittur aðgangur að gögnum málsins heldur. Sem dæmi um hitann í eldisdeilunum fyrir austan má nefna að aðalfundur Veiðifélags Breiðdæla, sem Gunnlaugur veitir formennsku, sendi síðastliðið sumar frá sér harðorða bókun þar sem laxeldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands var harðlega mótmælt. Meðal ummæla sem þar féllu voru að Íslendingar væru að „láta norska eldisrisa hafa sig að féþúfu“ og eldisiðja Fiskeldis Austfjarða í Berufirði væri „lögleysa, og trúverðugleiki stofnana, sem ábyrgð bera á útgáfu leyfa og eftirliti, er í molum og geta þær því tæpast talist marktækar“. Ekki náðist í Gunnlaug Stefánsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Þjóðkirkjan Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira