Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 11:54 Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Veðurstofa Íslands Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira