Segir Trump hafa seinkað brottflutningi hermanna frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 11:22 Lindsey Graham fyrir utan Hvíta húsið í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Þingmaðurinn Lindsay Graham segir að Donald Trump hafi ákveðið að seinka brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi. Það ákvað Trump fyrr í mánuðinum og hélt hann því fram að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er rangt.Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, segja ákvörðun Trump vera svik en þeir óttast árás Tyrkja og vígamanna sem studdir eru af Tyrklandi og þeir óttast upprisu ISIS sömuleiðis. Áætlað er að samtökin búi enn yfir allt að þrjátíu þúsund vígamönnum í Sýrlandi og Írak. Varnarmálaráðherra Trump og fulltrúi hans í baráttunni gegn ISIS hafa hætt störfum sínum vegna ákvörðunarinnar. Eftir fund Graham og Trump í gær sagði þingmaðurinn að Trump væri meðvitaður um hættuna sem steðjar. Hann tísti í nótt og sagði að Trump hefði lýst því yfir að þremur skilyrðum yrði að ná áður en Bandaríkin færu frá Sýrlandi. Fyrst þyrfti að tryggja að ISIS-liðar yrðu algerlega sigraðir og komið í veg fyrir upprisu samtakanna. Þá þyrfti einnig að tryggja að Íran myndi ekki fylla upp í það tómarúm sem brotthvarf Bandaríkjanna myndi skapa og tryggja þyrfti öryggi Kúrda í Sýrlandi.The President will make sure any withdrawal from Syria will be done in a fashion to ensure: 1) ISIS is permanently destroyed. 2) Iran doesn’t fill in the back end, and 3) our Kurdish allies are protected. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 30, 2018 Graham sagði Trump vera að ræða við hershöfðingja sína og bandamenn til að ganga úr skugga um að þessum markmiðum verði náð. Vert er að benda á það að þetta eru sömu skilyrði og voru til staðar áður en Trump ákvað að kalla hermennina heim. Þar að auki þarf að taka fram að Trump sjálfur hefur ekki staðfest þessi ummæli Graham.Sen. Lindsey Graham, who criticized President Trump's withdrawal of troops from the Middle East, says Trump today told him "some things I didn't know that make me feel a lot better about where we're headed in Syria" pic.twitter.com/HBbvzirDfO — CBS News (@CBSNews) December 30, 2018 Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Þingmaðurinn Lindsay Graham segir að Donald Trump hafi ákveðið að seinka brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi. Það ákvað Trump fyrr í mánuðinum og hélt hann því fram að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er rangt.Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, segja ákvörðun Trump vera svik en þeir óttast árás Tyrkja og vígamanna sem studdir eru af Tyrklandi og þeir óttast upprisu ISIS sömuleiðis. Áætlað er að samtökin búi enn yfir allt að þrjátíu þúsund vígamönnum í Sýrlandi og Írak. Varnarmálaráðherra Trump og fulltrúi hans í baráttunni gegn ISIS hafa hætt störfum sínum vegna ákvörðunarinnar. Eftir fund Graham og Trump í gær sagði þingmaðurinn að Trump væri meðvitaður um hættuna sem steðjar. Hann tísti í nótt og sagði að Trump hefði lýst því yfir að þremur skilyrðum yrði að ná áður en Bandaríkin færu frá Sýrlandi. Fyrst þyrfti að tryggja að ISIS-liðar yrðu algerlega sigraðir og komið í veg fyrir upprisu samtakanna. Þá þyrfti einnig að tryggja að Íran myndi ekki fylla upp í það tómarúm sem brotthvarf Bandaríkjanna myndi skapa og tryggja þyrfti öryggi Kúrda í Sýrlandi.The President will make sure any withdrawal from Syria will be done in a fashion to ensure: 1) ISIS is permanently destroyed. 2) Iran doesn’t fill in the back end, and 3) our Kurdish allies are protected. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 30, 2018 Graham sagði Trump vera að ræða við hershöfðingja sína og bandamenn til að ganga úr skugga um að þessum markmiðum verði náð. Vert er að benda á það að þetta eru sömu skilyrði og voru til staðar áður en Trump ákvað að kalla hermennina heim. Þar að auki þarf að taka fram að Trump sjálfur hefur ekki staðfest þessi ummæli Graham.Sen. Lindsey Graham, who criticized President Trump's withdrawal of troops from the Middle East, says Trump today told him "some things I didn't know that make me feel a lot better about where we're headed in Syria" pic.twitter.com/HBbvzirDfO — CBS News (@CBSNews) December 30, 2018
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira