Framleiðandi Marlboro veðjar á veip Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2018 14:31 Rafrettur Juul Labs líkjast USB-kubbi. Getty/Gabby Jones Fyrirtækið Altria, sem framleiðir Marlboro-sígaretturnar, er í þann mund að kaup 35 prósent hlut í rafrettuframleiðandanm Juul Labs. Talið er að hluturinn sé metinn á um 12,8 milljarða bandaríkjadala, sem gera um 1500 milljarða króna. Viðskiptin eru sögð til marks um vaxandi vinsældir rafretta á síðustu árum. Í yfirlýsingu frá sígarettuframleiðandanum segir meðal annars að kaupin séu í takti við framtíðarsýn sem gerir ráð fyrir að fullorðnir muni í auknum mæli færa sig frá hefðbundnum sígarettur yfir í rafrettur. Þó svo að Juul Labs sé ekki nema þriggja ára gamalt er fyrirtækið engu að síður orðið stórtækasti framleiðandi rafretta vestanhafs. Áætlað er að Juul Labs sé nú með um 75 prósent markaðshlutdeild á bandaríska rafrettumarkaðnum. Fyrirtækið var verðmetið á um 16 milljarða dala fyrir hálfu ári - en í ljósi þess að 35 prósent hlutur er nú metinn á 12,8 milljarða dala er heildarvirði þess í dag nær því að vera um 36,5 milljarðar dala.Breska ríkisútvarpið segist ekki sjá annað en áframhaldandi vöxt í kortunum hjá Juul Labs. Vörur fyrirtækisins munu njóta góðs af víðfemu söluneti Altria, auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið hefur mikla reynslu af því að hafa áhrif á lagasetningu í Bandaríkjunum. Vindlingabransinn hefur átt í vök að verjast vestanhafs og fyrir vikið hefur Altria öðlast yfirgripsmikla þekkingu á því hvernig best er að þrýsta á þarlenda stjórnmálamenn. Það muni eflaust koma sér vel ef og þegar sjónum verður beint að rafrettunum en nú þegar eru uppi háværar efasemdir um heilnæmi þeirra. Í því samhengi er bent á að Juul Labs hafi varið um 890 þúsund dölum í hvers kyns lobbíisma á þessu ári - samanborið við þá rúmlega 7 milljónir dala sem Altria hefur notað í baráttu sína í ár. Rafrettur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fyrirtækið Altria, sem framleiðir Marlboro-sígaretturnar, er í þann mund að kaup 35 prósent hlut í rafrettuframleiðandanm Juul Labs. Talið er að hluturinn sé metinn á um 12,8 milljarða bandaríkjadala, sem gera um 1500 milljarða króna. Viðskiptin eru sögð til marks um vaxandi vinsældir rafretta á síðustu árum. Í yfirlýsingu frá sígarettuframleiðandanum segir meðal annars að kaupin séu í takti við framtíðarsýn sem gerir ráð fyrir að fullorðnir muni í auknum mæli færa sig frá hefðbundnum sígarettur yfir í rafrettur. Þó svo að Juul Labs sé ekki nema þriggja ára gamalt er fyrirtækið engu að síður orðið stórtækasti framleiðandi rafretta vestanhafs. Áætlað er að Juul Labs sé nú með um 75 prósent markaðshlutdeild á bandaríska rafrettumarkaðnum. Fyrirtækið var verðmetið á um 16 milljarða dala fyrir hálfu ári - en í ljósi þess að 35 prósent hlutur er nú metinn á 12,8 milljarða dala er heildarvirði þess í dag nær því að vera um 36,5 milljarðar dala.Breska ríkisútvarpið segist ekki sjá annað en áframhaldandi vöxt í kortunum hjá Juul Labs. Vörur fyrirtækisins munu njóta góðs af víðfemu söluneti Altria, auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið hefur mikla reynslu af því að hafa áhrif á lagasetningu í Bandaríkjunum. Vindlingabransinn hefur átt í vök að verjast vestanhafs og fyrir vikið hefur Altria öðlast yfirgripsmikla þekkingu á því hvernig best er að þrýsta á þarlenda stjórnmálamenn. Það muni eflaust koma sér vel ef og þegar sjónum verður beint að rafrettunum en nú þegar eru uppi háværar efasemdir um heilnæmi þeirra. Í því samhengi er bent á að Juul Labs hafi varið um 890 þúsund dölum í hvers kyns lobbíisma á þessu ári - samanborið við þá rúmlega 7 milljónir dala sem Altria hefur notað í baráttu sína í ár.
Rafrettur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira