Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 15:30 Steinninn er óþjáll, 180 kíló að þyngd en fagmannlega var að því staðið að nema hann á brott. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
„Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira