Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 15:30 Steinninn er óþjáll, 180 kíló að þyngd en fagmannlega var að því staðið að nema hann á brott. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira