„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi" Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 12:30 Óskar Aðils Kemp og Rúnar Jón Hermannsson síðastliðið föstudagskvöld. Inda Hrönn Björnsdóttir „Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Sjá meira
„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Sjá meira