Sá reynslumesti fær að vera hinum megin við borðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:15 Aron Kristjánsson var þjálfari íslenska handboltalandsliðsins frá 2012 til 2016. Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira