Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. desember 2018 14:34 Brúin yfir Núpsvötn þar sem bíllinn fór fram af í gærmorgun. vísir/jói k. Litla stúlkan sem lést í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. Stúlkan var aðeins ellefu mánaða gömul, fædd í janúar á þessu ári, en auk hennar létust tvær konur í slysinu, eiginkonur tveggja bræðra sem lifðu slysið af og voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Landspítalans. Þá slösuðust tvö börn, sjö og níu ára, einnig alvarlega. Annar bræðranna náði að hringja á Neyðarlínuna og tilkynna um slysið. Sveinn Kristján segir að það sé alltaf þess virði að nota bílstólana. „Bílstólar veita börnum gríðarlega mikla vörn, miklu meira heldur en bílbeltin gera. Þannig að það er alltaf þess virði að nota bílstólana og þeir eru til þess gerðir, þeir eru náttúrulega ákveðið búr fyrir barnið og verja fyrir hliðarhöggum og annað. Það er ómögulegt að segja í þessu tilfelli hvað það hefði gert en það hefði klárlega ekki spillt,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður hvort lögreglan hafi kannað hvers vegna stúlkan var ekki í bílstól segir hann svo ekki vera þar sem enn sé ekki búið að taka skýrslur af þeim sem lifðu slysið af. „Þar til það er ekki klárt þá höfum við í sjálfu sér ekki skýringar á því,“ segir Sveinn.Frá vettvangi slyssins.Mynd/AðgerðastjórnOf algengt að fólk noti ekki bílbelti og/eða bílstóla Hann segir mjög afgerandi reglur hér á landi varðandi það að börn eigi að vera í bílstólum. „Svo er það nú bara þannig að það er misjafn siður í hverju landi fyrir sig og misjafnar reglur og því miður þá er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki bílbelta- né bílstólaskylda algjör þannig að maður geti aldrei „garanterað“ það að fólk sé vant þessu eða vant að nota þennan búnað og átti sig á skyldunni þegar fólk kemur frá framandi landi jafnvel. En allir ættu að vita að þetta er bráðnauðsynlegt og lífsnauðsynlegt.“ Sveinn segir lögregluna því miður verða alltof oft vara við það að fólk sé ekki að nota bílbelti og/eða bílstóla. Þessu sé sérstaklega ábótavant hjá ferðamönnum sem koma frá Asíu. Spurður út í það hvort aðrir farþegar í bílnum hafi verið í bílbeltum segir Sveinn ekki hægt að staðfesta það fyrr en búið sé að ljúka bílrannsókn sem og taka skýrslur af þeim sem lifðu. Sveinn segir líðan bræðranna og barnanna sem liggja á sjúkrahúsi eftir atvikum. Það verði að koma í ljós hvort teknar verði skýrslur af þeim í dag. „Við gefum þeim svigrúm til að draga andann og átta sig á því sem gerst hefur en við munum taka skýrslur af þeim um leið og mögulegt er,“ segir Sveinn.Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Litla stúlkan sem lést í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. Stúlkan var aðeins ellefu mánaða gömul, fædd í janúar á þessu ári, en auk hennar létust tvær konur í slysinu, eiginkonur tveggja bræðra sem lifðu slysið af og voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Landspítalans. Þá slösuðust tvö börn, sjö og níu ára, einnig alvarlega. Annar bræðranna náði að hringja á Neyðarlínuna og tilkynna um slysið. Sveinn Kristján segir að það sé alltaf þess virði að nota bílstólana. „Bílstólar veita börnum gríðarlega mikla vörn, miklu meira heldur en bílbeltin gera. Þannig að það er alltaf þess virði að nota bílstólana og þeir eru til þess gerðir, þeir eru náttúrulega ákveðið búr fyrir barnið og verja fyrir hliðarhöggum og annað. Það er ómögulegt að segja í þessu tilfelli hvað það hefði gert en það hefði klárlega ekki spillt,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður hvort lögreglan hafi kannað hvers vegna stúlkan var ekki í bílstól segir hann svo ekki vera þar sem enn sé ekki búið að taka skýrslur af þeim sem lifðu slysið af. „Þar til það er ekki klárt þá höfum við í sjálfu sér ekki skýringar á því,“ segir Sveinn.Frá vettvangi slyssins.Mynd/AðgerðastjórnOf algengt að fólk noti ekki bílbelti og/eða bílstóla Hann segir mjög afgerandi reglur hér á landi varðandi það að börn eigi að vera í bílstólum. „Svo er það nú bara þannig að það er misjafn siður í hverju landi fyrir sig og misjafnar reglur og því miður þá er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki bílbelta- né bílstólaskylda algjör þannig að maður geti aldrei „garanterað“ það að fólk sé vant þessu eða vant að nota þennan búnað og átti sig á skyldunni þegar fólk kemur frá framandi landi jafnvel. En allir ættu að vita að þetta er bráðnauðsynlegt og lífsnauðsynlegt.“ Sveinn segir lögregluna því miður verða alltof oft vara við það að fólk sé ekki að nota bílbelti og/eða bílstóla. Þessu sé sérstaklega ábótavant hjá ferðamönnum sem koma frá Asíu. Spurður út í það hvort aðrir farþegar í bílnum hafi verið í bílbeltum segir Sveinn ekki hægt að staðfesta það fyrr en búið sé að ljúka bílrannsókn sem og taka skýrslur af þeim sem lifðu. Sveinn segir líðan bræðranna og barnanna sem liggja á sjúkrahúsi eftir atvikum. Það verði að koma í ljós hvort teknar verði skýrslur af þeim í dag. „Við gefum þeim svigrúm til að draga andann og átta sig á því sem gerst hefur en við munum taka skýrslur af þeim um leið og mögulegt er,“ segir Sveinn.Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29