Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Jónas Már Torfason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. desember 2018 07:15 Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. VÍSIR/JÓI K. Rannsókn á tildrögum bílslyssins við Núpsvötn á fimmtudaginn, þegar bíll með sjö farþega steyptist fram af brú með þeim afleiðingum að þrír létust, er í fullum gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gær. Þá er hafin bíltæknirannsókn á Land Cruiser-bílaleigubílnum sem fólkið var í en sú rannsókn mun leiða í ljós hvort einhvers konar bilun hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. Barnið sem lést var ekki í barnabílstól þegar slysið varð. Er það meðal þess sem rannsóknarnefndin tekur sérstaklega til skoðunar, ásamt því hvaða öryggisbúnaður var eða var ekki notaður í bílnum. Breskir fjölmiðlar greindu frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu. Annars vegar Rajshree Laturia og hins vegar mágkona hennar, Kushboo Laturia. Rajshree og eiginmaður hennar eru áhrifamikil í bresku viðskiptalífi. Búið er að lesa af aksturstölvu bílsins en það er hluti af því að afla upplýsinga til að reikna út hraða bílsins þegar slysið var. Þá var jafnframt tekinn hluti af brúarhandriðinu og fluttur á Selfoss til frekari rannsókna. Þá liggja einnig fyrir niðurstöður úr rannsókn á blóðsýni úr ökumanni, en það er jafnan gert í alvarlegri slysum. Niðurstaðan staðfestir að ökumaðurinn var ekki ölvaður við akstur. Réttarkrufning fer fram á líkum hinna látnu eftir áramót, og verið er að afla upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram. Einnig liggur fyrir að taka skýrslu af ökumanni og farþegum þegar ástand þeirra leyfir. Banaslys við Núpsvötn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Rannsókn á tildrögum bílslyssins við Núpsvötn á fimmtudaginn, þegar bíll með sjö farþega steyptist fram af brú með þeim afleiðingum að þrír létust, er í fullum gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gær. Þá er hafin bíltæknirannsókn á Land Cruiser-bílaleigubílnum sem fólkið var í en sú rannsókn mun leiða í ljós hvort einhvers konar bilun hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. Barnið sem lést var ekki í barnabílstól þegar slysið varð. Er það meðal þess sem rannsóknarnefndin tekur sérstaklega til skoðunar, ásamt því hvaða öryggisbúnaður var eða var ekki notaður í bílnum. Breskir fjölmiðlar greindu frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu. Annars vegar Rajshree Laturia og hins vegar mágkona hennar, Kushboo Laturia. Rajshree og eiginmaður hennar eru áhrifamikil í bresku viðskiptalífi. Búið er að lesa af aksturstölvu bílsins en það er hluti af því að afla upplýsinga til að reikna út hraða bílsins þegar slysið var. Þá var jafnframt tekinn hluti af brúarhandriðinu og fluttur á Selfoss til frekari rannsókna. Þá liggja einnig fyrir niðurstöður úr rannsókn á blóðsýni úr ökumanni, en það er jafnan gert í alvarlegri slysum. Niðurstaðan staðfestir að ökumaðurinn var ekki ölvaður við akstur. Réttarkrufning fer fram á líkum hinna látnu eftir áramót, og verið er að afla upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram. Einnig liggur fyrir að taka skýrslu af ökumanni og farþegum þegar ástand þeirra leyfir.
Banaslys við Núpsvötn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira