Eðlilegar skýringar á minnkandi útgáfu vegabréfa Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. desember 2018 08:00 Á sumrin myndast oft langar raðir eftir afgreiðslu vegabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrársviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vegabréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýjunarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vegabréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vegabréfa 2009. Svo varð ákveðin holskefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrársviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vegabréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýjunarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vegabréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vegabréfa 2009. Svo varð ákveðin holskefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira