Komast ensku liðin áfram í 16 liða úrslitin? Hjörvar Ólafsson skrifar 11. desember 2018 11:00 Kemst Liverpool áfram? vísir/getty Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira