Tíðarandinn nær jafnvel í gegn í kirkjugörðunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2018 09:00 Heimir segir Hólavallakirkjugarð draga dám af borgarskipulaginu. Fréttablaðið/Stefán Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira