Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 17:24 Páll Matthíasson, forstjóri Landsítalans tók til máls á kynningunni. Mynd/Landspítalinn Jáeindaskanni sem Íslensk erfðagreining færði þjóðinni að gjöf, er kominn í notkun á Landspítalann eftir mikinn undirbúning. Landspítalinn bauð starfsfólki og nokkrum gestum að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemina í dag. Á Facebook-síðu spítalans segir að starfsemi skannans sé nú komin á slíkt skrið að nokkrir sjúklingar séu rannsakaðir daglega og þegar full virkni verður komin á standi vonir til að þessi fjöldi verði um 1.700 til tvö þúsund sjúklingar á ári. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir rötgendeildar Landspítalans, segir að skanninn sé fyrst og fremst notaður til greiningar á krabbameinum og að það sé mjög ánægjulegt að hann sé kominn í notkun. „Fyrsti sjúklingurinn var tekinn hér 22. ágúst og eftir smá bras við bilanir og slíkt og stillingar á tækjabúnaði er starfsemin komin á gott ról og við rannsökum nokkra sjúklinga á dag.“ Á síðu Landspítalans segir að verkefnið sé eitt flóknasta tækniverkefni, sem hafi verið ráðist í hér á landi. Framkvæmdin hafi staði í þrjú ár og gengið ágætlega þrátt fyrir ófyrirséðar tafir. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Pétur H. Hannesson yfirlæknir röntgendeildar Landspítala, tóku til máls á kynningunni fyrr í dag, en meðal viðstaddra voru meðal annars Alma D. Möller landlæknir, og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, María Heimisdóttir.FRÉTT // Jáeindaskanninn tekinn í notkun from Landspítali on Vimeo. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Jáeindaskanni sem Íslensk erfðagreining færði þjóðinni að gjöf, er kominn í notkun á Landspítalann eftir mikinn undirbúning. Landspítalinn bauð starfsfólki og nokkrum gestum að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemina í dag. Á Facebook-síðu spítalans segir að starfsemi skannans sé nú komin á slíkt skrið að nokkrir sjúklingar séu rannsakaðir daglega og þegar full virkni verður komin á standi vonir til að þessi fjöldi verði um 1.700 til tvö þúsund sjúklingar á ári. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir rötgendeildar Landspítalans, segir að skanninn sé fyrst og fremst notaður til greiningar á krabbameinum og að það sé mjög ánægjulegt að hann sé kominn í notkun. „Fyrsti sjúklingurinn var tekinn hér 22. ágúst og eftir smá bras við bilanir og slíkt og stillingar á tækjabúnaði er starfsemin komin á gott ról og við rannsökum nokkra sjúklinga á dag.“ Á síðu Landspítalans segir að verkefnið sé eitt flóknasta tækniverkefni, sem hafi verið ráðist í hér á landi. Framkvæmdin hafi staði í þrjú ár og gengið ágætlega þrátt fyrir ófyrirséðar tafir. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Pétur H. Hannesson yfirlæknir röntgendeildar Landspítala, tóku til máls á kynningunni fyrr í dag, en meðal viðstaddra voru meðal annars Alma D. Möller landlæknir, og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, María Heimisdóttir.FRÉTT // Jáeindaskanninn tekinn í notkun from Landspítali on Vimeo.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira