Grunur um að fleiri en fimmtíu karlar hafi keypt vændi af fatlaðri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 18:30 Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“ Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“
Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira