Löng bið á enda hjá Laurent Koscielny í leik á móti Hannesi og félögum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 15:00 Laurent Koscielny. Vísir/Getty Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny snýr aftur í aðallið Arsenal í dag eftir sjö mánaða fjarveru. Laurent Koscielny sleit hásin 3. maí síðastliðinn í seinni undanúrslitaleiknum á móti Atlético Madrid í Evrópudeildinni. Laurent Koscielny hafði verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem og undanfarin ár. Koscielny missti fyrir vikið að síðustu leikjum tímabilsins sem og heimsmeistaramótinu með Frökkum en franska liðið fór þar alla leið og varð heimsmeistari. Laurent Koscielny spilaði með 21 árs liði Arsenal í síðustu viku og er búin að ná sér að fullu af hásinarmeiðslunum.Should we expect to see these against @FKQarabaghEN?#UEL — Arsenal FC (@Arsenal) December 12, 2018Laurent Koscielny kemur inn í byrjunarlið Arsenal í kvöld á móti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag. Hannes hefur staðið í markinu í síðustu tveimur leikjum Qarabag í Evrópudeildinni en var ekki með í fyrri leiknum á móti Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti endurkomu Koscielny á blaðamannafundi fyrir leikinn en hann var hinsvegar ekki tilbúinn að gefa það út hvað hann ætlar að gera með Mesut Özil í leiknum kvöld sem fer fram á heimavelli Arsenal. BBC segir frá. Aaron Ramsey ætti að koma til baka eftir meiðsli en Arsenal verður án þeirra Konstantinos Mavropanos, Danny Welbeck og Shkodran Mustafi. Það vantar líka Rob Holding sem meiddist illa á dögunum en Holding, Mavropanos og Mustafi eru allir miðverðir og því kemur endurkoma Koscielny sér vel.Back in business! It's a big night for Arsenal's Laurent Koscielny.https://t.co/XG3QBOMHUq#AFCpic.twitter.com/vemR4DNB6c — BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2018„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik,“ sagði Unai Emery um möguleikann á því að Laurent Koscielny spili líka á móti Southampton á sunnudaginn. „Við getum notað annan leikmann í þessari stöðu, eins og sem dæmi Nacho Monreal sem hefur spilað sem miðvörður á sínum ferli,“ sagði Emery en Nacho Monreal spilar vanalega sem bakvörður. „Við munum taka þessa ákvörðun þegar við þurfum þess en nú þurfum við bara að hugsa um þennan leik og sjá hvernig honum líður eftir hann,“ sagði Emery.Leikur Arsenal og Qarabag hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny snýr aftur í aðallið Arsenal í dag eftir sjö mánaða fjarveru. Laurent Koscielny sleit hásin 3. maí síðastliðinn í seinni undanúrslitaleiknum á móti Atlético Madrid í Evrópudeildinni. Laurent Koscielny hafði verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem og undanfarin ár. Koscielny missti fyrir vikið að síðustu leikjum tímabilsins sem og heimsmeistaramótinu með Frökkum en franska liðið fór þar alla leið og varð heimsmeistari. Laurent Koscielny spilaði með 21 árs liði Arsenal í síðustu viku og er búin að ná sér að fullu af hásinarmeiðslunum.Should we expect to see these against @FKQarabaghEN?#UEL — Arsenal FC (@Arsenal) December 12, 2018Laurent Koscielny kemur inn í byrjunarlið Arsenal í kvöld á móti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag. Hannes hefur staðið í markinu í síðustu tveimur leikjum Qarabag í Evrópudeildinni en var ekki með í fyrri leiknum á móti Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti endurkomu Koscielny á blaðamannafundi fyrir leikinn en hann var hinsvegar ekki tilbúinn að gefa það út hvað hann ætlar að gera með Mesut Özil í leiknum kvöld sem fer fram á heimavelli Arsenal. BBC segir frá. Aaron Ramsey ætti að koma til baka eftir meiðsli en Arsenal verður án þeirra Konstantinos Mavropanos, Danny Welbeck og Shkodran Mustafi. Það vantar líka Rob Holding sem meiddist illa á dögunum en Holding, Mavropanos og Mustafi eru allir miðverðir og því kemur endurkoma Koscielny sér vel.Back in business! It's a big night for Arsenal's Laurent Koscielny.https://t.co/XG3QBOMHUq#AFCpic.twitter.com/vemR4DNB6c — BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2018„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik,“ sagði Unai Emery um möguleikann á því að Laurent Koscielny spili líka á móti Southampton á sunnudaginn. „Við getum notað annan leikmann í þessari stöðu, eins og sem dæmi Nacho Monreal sem hefur spilað sem miðvörður á sínum ferli,“ sagði Emery en Nacho Monreal spilar vanalega sem bakvörður. „Við munum taka þessa ákvörðun þegar við þurfum þess en nú þurfum við bara að hugsa um þennan leik og sjá hvernig honum líður eftir hann,“ sagði Emery.Leikur Arsenal og Qarabag hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira