Þriðjungur kvenna sem leitar til Stígamóta eru fatlaðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. desember 2018 18:48 Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi, telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. Vísir/Egill Fatlað fólk leitar í auknum mæli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisofbeldis. Þá var rúmlega þriðjungur þeirra sem leitaði til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra andlega eða líkamlega fatlað fólk.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að grunur leiki á að yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, sagði málið alls ekkert einsdæmi og að mörg slík mál hafi komið inn á borð Bjarkarhlíðar. Samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum er stór hópur þeirra sem þangað leitar konur sem búa við einhvers skonar fötlun. Árið 2017 leituðu 459 manns til Stígamóta í fyrsta sinn vegna kynferðisofbeldis. 163 eru fatlaðir, það er búa við einhvers konar skerðingu. Langflestir eru með geðfötlun eða 135 manns. Þetta þýðir að 35 prósent af þeim sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á árinu 2017 eru andlega eða líkamlega fatlaðir. Þá kemur fjöldi mála þar sem brotið er kynferðislega á fötluðu fólki reglulega á borð lögreglu. „Þessum málum hefur fjögað verulega síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. „Kannski voru þessi mál bara þögguð niður á árum áður en sem betur fer er búið að fræða fatlaða og aðra sem sinna þeim meira um þessi mál seinni árin og það hefur skilað sér í fleiri kærum,“ segir Kristján Ingi. Hann segir mál af þessu tagi sérstaklega viðkvæm. „Fólk með fötlun er útsett fyrir því að geta orðið fyrir kynferðisbrotum. Þetta geta oft verið mikil flækjumál og það eru menn úti í þjóðfélaginu sem eru að misnota sér þessa aðstæður.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Fatlað fólk leitar í auknum mæli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisofbeldis. Þá var rúmlega þriðjungur þeirra sem leitaði til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra andlega eða líkamlega fatlað fólk.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að grunur leiki á að yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, sagði málið alls ekkert einsdæmi og að mörg slík mál hafi komið inn á borð Bjarkarhlíðar. Samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum er stór hópur þeirra sem þangað leitar konur sem búa við einhvers skonar fötlun. Árið 2017 leituðu 459 manns til Stígamóta í fyrsta sinn vegna kynferðisofbeldis. 163 eru fatlaðir, það er búa við einhvers konar skerðingu. Langflestir eru með geðfötlun eða 135 manns. Þetta þýðir að 35 prósent af þeim sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á árinu 2017 eru andlega eða líkamlega fatlaðir. Þá kemur fjöldi mála þar sem brotið er kynferðislega á fötluðu fólki reglulega á borð lögreglu. „Þessum málum hefur fjögað verulega síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. „Kannski voru þessi mál bara þögguð niður á árum áður en sem betur fer er búið að fræða fatlaða og aðra sem sinna þeim meira um þessi mál seinni árin og það hefur skilað sér í fleiri kærum,“ segir Kristján Ingi. Hann segir mál af þessu tagi sérstaklega viðkvæm. „Fólk með fötlun er útsett fyrir því að geta orðið fyrir kynferðisbrotum. Þetta geta oft verið mikil flækjumál og það eru menn úti í þjóðfélaginu sem eru að misnota sér þessa aðstæður.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira