Segir það alveg skýrt að sveitarfélög eigi að aðstoða við framfærslu fanga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:30 Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“ Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“
Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira