Ívar: Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur Skúli Arnarson skrifar 14. desember 2018 21:32 Ívar messar yfir sínum mönnum. vísir/bara Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld. „Við áttum ekki góðan leik. Við vissum það að ef við ætluðum að vinna í dag þá þyrftum við topp leik frá okkar mestu skorurum. Þeir hittu bara illa í kvöld. Menn voru að reyna að berjast og djöflast og svo smátt og smátt misstu menn trúna og þá varð þetta svona stór sigur." Marques Oliver, bandaríski leikmaður Hauka, hefur ekki leikið með þeim í síðustu tveimur leikjum og sagði Ívar að hann væri að glíma við meiðsli. „Hann er búinn að vera meiddur og var ekki með í kvöld.” Það er ljóst að Hauka vantar stærð inn í teig. Þeir eiga stóran og stæðilegan leikmann í Kristjáni Leif en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Njarðvík fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Kristján fékk heilahristing gegn Njarðvík og það eru ekki teknir neinir sénsar með það. Hann hefur því miður ekki náð nægilega mörgum verkjalausum dögum og því miður eru þetta hæg skref.” Lykilmenn Hauka náðu sér ekki á strik í kvöld. „Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Hjálmar kom úr meiðslum sem hann á ekki góðan dag, Haukur Óskarsson er að hitta illa og við erum með Kidda í baráttu á móti stórum allan leikinn. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar lið, við þurfum meiri hæð í liðið okkar." „Það er bara gríðarlega erfitt að vera að spila leik eftir leik án leikmanna inni í teig. Þetta er ekki búin að vera góð vika fyrir okkur í sambandi við meiðsli og annað og við erum ekki búnir að koma í einn leik í vetur með fullt lið.” Ívari fannst Þór spila skynsamlega og vel í kvöld. „Þórsararnir voru skynsamir í kvöld. Þeir refsuðu okkur strax í fyrsta leikhluta með því að fara mikið inn í teiginn og gerðu bara mjög vel. Þegar við fórum að reyna að loka á þá inn í teig þá fóru þeir að hitta úr þristunum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir okkur.” Aðspurður hvernig Ívar ætlaði sér að sigra leikinn í dag sagði hann að það hefði verið erfitt að leggja upp leikinn í dag. „Við vissum að við yrðum í smá vandræðum inn í teignum ef þeir myndu notfæra sér það og við vissum að þeir eru með góðar skyttur. Við vorum í smá erfiðleikum með að leggja þennan leik upp.” Að lokum fullyrti Ívar að Marques Oliver komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Hauka. „Það er ljóst að Marques Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur.” Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld. „Við áttum ekki góðan leik. Við vissum það að ef við ætluðum að vinna í dag þá þyrftum við topp leik frá okkar mestu skorurum. Þeir hittu bara illa í kvöld. Menn voru að reyna að berjast og djöflast og svo smátt og smátt misstu menn trúna og þá varð þetta svona stór sigur." Marques Oliver, bandaríski leikmaður Hauka, hefur ekki leikið með þeim í síðustu tveimur leikjum og sagði Ívar að hann væri að glíma við meiðsli. „Hann er búinn að vera meiddur og var ekki með í kvöld.” Það er ljóst að Hauka vantar stærð inn í teig. Þeir eiga stóran og stæðilegan leikmann í Kristjáni Leif en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Njarðvík fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Kristján fékk heilahristing gegn Njarðvík og það eru ekki teknir neinir sénsar með það. Hann hefur því miður ekki náð nægilega mörgum verkjalausum dögum og því miður eru þetta hæg skref.” Lykilmenn Hauka náðu sér ekki á strik í kvöld. „Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Hjálmar kom úr meiðslum sem hann á ekki góðan dag, Haukur Óskarsson er að hitta illa og við erum með Kidda í baráttu á móti stórum allan leikinn. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar lið, við þurfum meiri hæð í liðið okkar." „Það er bara gríðarlega erfitt að vera að spila leik eftir leik án leikmanna inni í teig. Þetta er ekki búin að vera góð vika fyrir okkur í sambandi við meiðsli og annað og við erum ekki búnir að koma í einn leik í vetur með fullt lið.” Ívari fannst Þór spila skynsamlega og vel í kvöld. „Þórsararnir voru skynsamir í kvöld. Þeir refsuðu okkur strax í fyrsta leikhluta með því að fara mikið inn í teiginn og gerðu bara mjög vel. Þegar við fórum að reyna að loka á þá inn í teig þá fóru þeir að hitta úr þristunum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir okkur.” Aðspurður hvernig Ívar ætlaði sér að sigra leikinn í dag sagði hann að það hefði verið erfitt að leggja upp leikinn í dag. „Við vissum að við yrðum í smá vandræðum inn í teignum ef þeir myndu notfæra sér það og við vissum að þeir eru með góðar skyttur. Við vorum í smá erfiðleikum með að leggja þennan leik upp.” Að lokum fullyrti Ívar að Marques Oliver komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Hauka. „Það er ljóst að Marques Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur.”
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira