Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2018 21:15 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Landsbankinn og Íslandsbanki eru að fullu í eigu ríkisins en það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem var unnin að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra er lagt til að Íslandsbanki verði seldur til erlends banka en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna.“ Það hefur margsinnis verið reynt í gegnum árin að fá erlenda banka til að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. Þetta var skoðað fyrir síðustu aldamót þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir en hinn sænski Enskilda Banken var nálægt því að kaupa þriðjungshlut í Landsbanka Íslands árið 1998. Þá reyndi slitastjórn Glitnis ítrekað að selja Íslandsbanka á árunum eftir hrunið, meðal annars til erlendra banka, þegar bankinn var á meðal eigna slitabúsins. Þær tilraunir báru hins vegar ekki árangur. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ýmsir fylgifiskar íslenskrar krónu hafi dregið úr áhuga útlendinga á íslensku bankakerfi. „Eins og setning fjármagnshafta, miklar gengissveiflur og óstöðugleiki. Það sem hefur verið í gangi hjá okkur er mikið gengisfall reglulega sem hefur leitt til verðbólguöldu og harðra lendinga. Árið 2008 er auðvitað síðasta dæmið en alls ekki það eina. Ég held að það sé það sem erlendir aðilar setja fyrir sig. Þú ert með lítið, tiltölulega óstöðugt kerfi þar sem er mikið um pólitískt inngrip. Svo geta erlendir bankar átt töluverð viðskipti á Íslandi án þess að vera hér með útibú hér á landi og eru raunar í miklum viðskiptum við íslensk fyrirtæki nú þegar. Til dæmis í sjávarútvegi,“ segir Ásgeir. Bankasýsla ríkisins skilaði minnisblaði til starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbókina. Þar kemur fram sú afstaða stofnunarinnar að sala til erlends viðskiptabanka sé ólíkleg og sú skoðun hafi verið staðfest að mestu leyti í reglulegum samskiptum við alþjóðlega fjárfestingarbanka. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Landsbankinn og Íslandsbanki eru að fullu í eigu ríkisins en það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem var unnin að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra er lagt til að Íslandsbanki verði seldur til erlends banka en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna.“ Það hefur margsinnis verið reynt í gegnum árin að fá erlenda banka til að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. Þetta var skoðað fyrir síðustu aldamót þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir en hinn sænski Enskilda Banken var nálægt því að kaupa þriðjungshlut í Landsbanka Íslands árið 1998. Þá reyndi slitastjórn Glitnis ítrekað að selja Íslandsbanka á árunum eftir hrunið, meðal annars til erlendra banka, þegar bankinn var á meðal eigna slitabúsins. Þær tilraunir báru hins vegar ekki árangur. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ýmsir fylgifiskar íslenskrar krónu hafi dregið úr áhuga útlendinga á íslensku bankakerfi. „Eins og setning fjármagnshafta, miklar gengissveiflur og óstöðugleiki. Það sem hefur verið í gangi hjá okkur er mikið gengisfall reglulega sem hefur leitt til verðbólguöldu og harðra lendinga. Árið 2008 er auðvitað síðasta dæmið en alls ekki það eina. Ég held að það sé það sem erlendir aðilar setja fyrir sig. Þú ert með lítið, tiltölulega óstöðugt kerfi þar sem er mikið um pólitískt inngrip. Svo geta erlendir bankar átt töluverð viðskipti á Íslandi án þess að vera hér með útibú hér á landi og eru raunar í miklum viðskiptum við íslensk fyrirtæki nú þegar. Til dæmis í sjávarútvegi,“ segir Ásgeir. Bankasýsla ríkisins skilaði minnisblaði til starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbókina. Þar kemur fram sú afstaða stofnunarinnar að sala til erlends viðskiptabanka sé ólíkleg og sú skoðun hafi verið staðfest að mestu leyti í reglulegum samskiptum við alþjóðlega fjárfestingarbanka.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15