Valsbræðurnir þrír í viðtali: Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik, ekki hann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. desember 2018 22:33 Bræðurnir kátir eftir leikinn Facebook/Valur handbolti Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita