Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2018 08:20 Meghan Markle á bresku tískuverðlaununum í liðinni viku. vísir/getty Undanfarna daga hafa bresku götublöðin verið uppfull af sögum um það hversu „erfið“ og „stjórnsöm“ Meghan Markle er sögð vera en hún er eiginkona Harry prins. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Þá er fyrirsögn fréttar á vef Mirror um hvernig Meghan hefur breytt Harry: „Frá því að hætta að veiða yfir í nýjan stíl,“ en í slúðurmiðlunum er því haldið fram að Meghan hafi bannað Harry að fara á veiðar á jóladag eins og hann hefur vanalega gert.Neikvæður fréttaflutningurinn komi á óvart Á vef Daily Mail veltir blaðamaður því upp hvort að Meghan sé of uppreisnargjörn eða stolt af því að vera öðruvísi. Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi hætt í vinnu konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið og þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Rhiannon Mills, fréttamaður á Sky sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af bresku konungsfjölskyldunni, segir í skoðanapistli að mikið af þeim fréttum sem birst hafi um helgina um vandamál innan fjölskyldunnar vegna Meghan séu uppspuni frá rótum. Þetta hafi hún eftir sínum heimildarmönnum. Þá hafi fréttaflutningurinn komið henni á óvart þar sem breskur almenningur hafi í upphafi tekið Meghan opnum örmum. Nú virðist hins vegar sem fólk þyrsti í neikvæðar fréttir af hertogahjónunum af Sussex. Neikvæður fréttaflutningur af konungsfjölskyldunni er þó auðvitað ekki nýr af nálinni. Mills bendir á að það ýti einnig undir sögusagnir af alls kyns erfiðleikum vegna Meghan að hún og Harry hafa ekki sést opinberlega með Katrínu og Vilhjálmi í tæpa tvo mánuði og því verði væntanlega allra augu á fjórmenningunum á jóladag þegar konungsfjölskyldan fer til messu. Kóngafólk Tengdar fréttir Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Undanfarna daga hafa bresku götublöðin verið uppfull af sögum um það hversu „erfið“ og „stjórnsöm“ Meghan Markle er sögð vera en hún er eiginkona Harry prins. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Þá er fyrirsögn fréttar á vef Mirror um hvernig Meghan hefur breytt Harry: „Frá því að hætta að veiða yfir í nýjan stíl,“ en í slúðurmiðlunum er því haldið fram að Meghan hafi bannað Harry að fara á veiðar á jóladag eins og hann hefur vanalega gert.Neikvæður fréttaflutningurinn komi á óvart Á vef Daily Mail veltir blaðamaður því upp hvort að Meghan sé of uppreisnargjörn eða stolt af því að vera öðruvísi. Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi hætt í vinnu konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið og þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Rhiannon Mills, fréttamaður á Sky sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af bresku konungsfjölskyldunni, segir í skoðanapistli að mikið af þeim fréttum sem birst hafi um helgina um vandamál innan fjölskyldunnar vegna Meghan séu uppspuni frá rótum. Þetta hafi hún eftir sínum heimildarmönnum. Þá hafi fréttaflutningurinn komið henni á óvart þar sem breskur almenningur hafi í upphafi tekið Meghan opnum örmum. Nú virðist hins vegar sem fólk þyrsti í neikvæðar fréttir af hertogahjónunum af Sussex. Neikvæður fréttaflutningur af konungsfjölskyldunni er þó auðvitað ekki nýr af nálinni. Mills bendir á að það ýti einnig undir sögusagnir af alls kyns erfiðleikum vegna Meghan að hún og Harry hafa ekki sést opinberlega með Katrínu og Vilhjálmi í tæpa tvo mánuði og því verði væntanlega allra augu á fjórmenningunum á jóladag þegar konungsfjölskyldan fer til messu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08