Hefur tekið á móti hundruðum barna Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Vísir/Vilhelm Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira