Unglingar beðnir um ögrandi myndir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent ögrandi eða nektarmynd af sér. VÍSIR/AFP Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00