Drakk drykkjarjógúrt meðleigjandans og kostaði skattgreiðendur tugi þúsunda Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 19:51 Umrædd drykkjarjógúrt hefur líklega verið í miklum metum hjá eigandanum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/Dmitry Feoktistov Kona í Taívan var ákærð fyrir þjófnað eftir að hún drakk drykkjarjógúrt meðleigjanda síns eftir að sá síðarnefndi tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu. Ráðist var í 60 þúsund króna lífsýnatöku vegna málsins en skattgreiðendur í Taívan segja rannsókn lögreglu sóun á almannafé.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir taívanska miðlinum TVBS að hin grunaða hafi búið á stúdentagörðum í Taípei ásamt fimm skólaystrum sínum. Í síðasta mánuði uppgötvaði ein þeirra sér til skelfingar að drykkjarjógúrt í hennar eigu var horfin úr ísskápnum. Hún fann flöskuna utan af drykknum í ruslinu og fór með hana rakleiðis til lögreglu sem féllst á að hefja rannsókn á þjófnaðinum. Lögregla framkvæmdi einnig lífsýnatöku á konunum sex sem bjuggu í íbúðinni, þ.e. bæði eiganda drykkjarjógúrtarinnar og meðleigjendum hennar. Sýnatakan varpaði ljósi á sökudólginn, einn meðleigjandann sem drukkið hafði jógúrtina í leyfisleysi. Hvert sýni kostaði að andvirði um tólf þúsund íslenskra króna og heildarkostnaður því rúmar sjötíu þúsund krónur. Nokkur reiði hefur gripið um sig meðal skattgreiðenda á svæðinu vegna þessa en mörgum þykir alltof miklu almannafé varið í rannsókn á svo lítilvægum glæp. Þá er haft eftir lögreglumanni í frétt BBC að vinnubrögð lögreglu séu sambærileg því að nota „fallbyssu til að skjóta fugla“. Asía Taívan Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Kona í Taívan var ákærð fyrir þjófnað eftir að hún drakk drykkjarjógúrt meðleigjanda síns eftir að sá síðarnefndi tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu. Ráðist var í 60 þúsund króna lífsýnatöku vegna málsins en skattgreiðendur í Taívan segja rannsókn lögreglu sóun á almannafé.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir taívanska miðlinum TVBS að hin grunaða hafi búið á stúdentagörðum í Taípei ásamt fimm skólaystrum sínum. Í síðasta mánuði uppgötvaði ein þeirra sér til skelfingar að drykkjarjógúrt í hennar eigu var horfin úr ísskápnum. Hún fann flöskuna utan af drykknum í ruslinu og fór með hana rakleiðis til lögreglu sem féllst á að hefja rannsókn á þjófnaðinum. Lögregla framkvæmdi einnig lífsýnatöku á konunum sex sem bjuggu í íbúðinni, þ.e. bæði eiganda drykkjarjógúrtarinnar og meðleigjendum hennar. Sýnatakan varpaði ljósi á sökudólginn, einn meðleigjandann sem drukkið hafði jógúrtina í leyfisleysi. Hvert sýni kostaði að andvirði um tólf þúsund íslenskra króna og heildarkostnaður því rúmar sjötíu þúsund krónur. Nokkur reiði hefur gripið um sig meðal skattgreiðenda á svæðinu vegna þessa en mörgum þykir alltof miklu almannafé varið í rannsókn á svo lítilvægum glæp. Þá er haft eftir lögreglumanni í frétt BBC að vinnubrögð lögreglu séu sambærileg því að nota „fallbyssu til að skjóta fugla“.
Asía Taívan Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira