Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Björn Bjarki Þorsteinsson og Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon skrifa 6. desember 2018 07:00 Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Fyrstu drög þeirrar vinnu voru kynnt á nýliðnu og vel heppnuðu heilbrigðisþingi sem velferðarráðuneytið boðaði til. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) fagna mjög vinnu og stefnumótun við þetta mikilvæga verkefni enda þörfin mikil og brýn. Samtökin hafa fyrir allnokkru síðan sent ráðuneytinu bréf til að bjóða fram krafta sína sem nýtast megi við vinnuna enda eiga um fimmtíu fyrirtæki, félagasamtök og/eða sjálfseignarstofnanir, sem ekki eru í eigu ríkisins, aðild af SFV, þar á meðal flest hjúkrunarheimili landsins, SÁÁ, Krabbameinsfélag Íslands og fleiri. Greiðslur ríkisins til aðildarfélaga SFV nema um 15% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála á ári.Eybjörg H. Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuEkki alls fyrir löngu bárust fregnir af því að forsvarsmenn heilbrigðisstofnana í eigu ríkisins hefðu verið boðaðir á tveggja daga vinnustofu við gerð nýrrar heilbrigðisstefnu. SFV ítrekuðu þá boð sitt um vinnuframlag. Því var hafnað og upplýst að haldið yrði heilbrigðisþing í nóvember sem SFV gæti tekið þátt í. Þá var samtökunum boðið á stuttan fund daginn fyrir heilbrigðisþingið, þar sem farið var yfir hvernig ferlið væri hugsað af hálfu ráðuneytisins. Á heilbrigðisþinginu voru lögð fram drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030 (Íslensk heilbrigðisþjónusta til framtíðar) til rýningar og dýpri umræðu á þinginu sem var vel sótt og gott framtak.Hjúkrunarheimilin mikilvægur hluti heilbrigðisstefnu Við lestur vinnuskjalsins vekur athygli að hvergi er minnst á ýmsa mikilvæga heilbrigðisstarfsemi, svo sem hjúkrunarheimila eða endurhæfingarstofnana. Orðið hjúkrunarheimili kemur ekki fyrir í þeim 17 blaðsíðna glærupakka sem drögin hafa að geyma enda þótt þjónusta þeirra kosti ríkissjóð meira en 30 milljarða króna á ári og stærsti samningur í sögu Sjúkratrygginga Íslands sé einmitt rammasamningur við hjúkrunarheimilin. Takmörkuð umræða varð því um þessa þætti heilbrigðiskerfisins, enda engin gögn til að rýna. Með hliðsjón af því, til dæmis, að hér á landi starfa hundruð hjúkrunarfræðinga á öldrunarheimilum landsins og biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fara vaxandi má hverjum manni ljóst vera að heildstæð stefna um „íslenska heilbrigðisþjónustu til framtíðar“ verður ekki mótuð án þessara mikilvægu undirstoða velferðarkerfisins. Stefnan þarf m.a. að geyma skilgreiningu á hlutverki og þjónustustigi hjúkrunarheimila og mikilvægra meðferðarstofnana. Í dag er þjónustustig hjúkrunarheimila hér á landi t.d. mun hærra en almennt gerist í Danmörku. Það er samkvæmt kröfu heilbrigðisyfirvalda þótt þau séu á sama tíma ekki reiðubúin til að greiða raunverð fyrir þjónustuna.Pétur Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuSamræmi sé milli krafna og fjárveitinga Enda þótt heilbrigðisstefna sé ekki aðgerðaáætlun þarf hún að vera markviss og raunhæf. Í stefnunni þarf að gæta þess að forðast draumsýnir og væntingar sem aldrei geta orðið að veruleika. SFV hafa ítrekað bent á að samræmi þurfi að vera í kröfum hins opinbera um þjónustu og því fjármagni sem ríkið er tilbúið til að greiða fyrir þjónustuna. Formlegar, gegnsæjar og vandaðar kostnaðargreiningar, sem gerðar hafa verið á þjónustulýsingum hins opinbera, sýna því miður að verulegar fjárhæðir vantar til að þjónustan standi undir raunkostnaði. Gott dæmi um það eru viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum sem væntanlega eru hluti gæðaáætlunar sem hrinda á í framkvæmd. Ráðuneytið afneitar hins vegar viðmiðum landlæknis þegar kemur að verðlagningu þjónustunnar á þeim forsendum að ekki sé til fjármagn. Munar þar tugum prósenta. Sjálfsagt er að óska heilbrigðisráðherra og öllum öðrum til hamingju með að farið hafi verið af stað með þetta mikilvæga og metnaðarfulla verkefni sem heilbrigðisstefnan er. Það þarf bara að hafa í huga að stefnan verður að vera raunhæf og markviss – fyrir alla – og við erum líka sannfærð um að sú verður raunin.Höfundar:Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuEybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuPétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Eybjörg H. Hauksdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Fyrstu drög þeirrar vinnu voru kynnt á nýliðnu og vel heppnuðu heilbrigðisþingi sem velferðarráðuneytið boðaði til. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) fagna mjög vinnu og stefnumótun við þetta mikilvæga verkefni enda þörfin mikil og brýn. Samtökin hafa fyrir allnokkru síðan sent ráðuneytinu bréf til að bjóða fram krafta sína sem nýtast megi við vinnuna enda eiga um fimmtíu fyrirtæki, félagasamtök og/eða sjálfseignarstofnanir, sem ekki eru í eigu ríkisins, aðild af SFV, þar á meðal flest hjúkrunarheimili landsins, SÁÁ, Krabbameinsfélag Íslands og fleiri. Greiðslur ríkisins til aðildarfélaga SFV nema um 15% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála á ári.Eybjörg H. Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuEkki alls fyrir löngu bárust fregnir af því að forsvarsmenn heilbrigðisstofnana í eigu ríkisins hefðu verið boðaðir á tveggja daga vinnustofu við gerð nýrrar heilbrigðisstefnu. SFV ítrekuðu þá boð sitt um vinnuframlag. Því var hafnað og upplýst að haldið yrði heilbrigðisþing í nóvember sem SFV gæti tekið þátt í. Þá var samtökunum boðið á stuttan fund daginn fyrir heilbrigðisþingið, þar sem farið var yfir hvernig ferlið væri hugsað af hálfu ráðuneytisins. Á heilbrigðisþinginu voru lögð fram drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030 (Íslensk heilbrigðisþjónusta til framtíðar) til rýningar og dýpri umræðu á þinginu sem var vel sótt og gott framtak.Hjúkrunarheimilin mikilvægur hluti heilbrigðisstefnu Við lestur vinnuskjalsins vekur athygli að hvergi er minnst á ýmsa mikilvæga heilbrigðisstarfsemi, svo sem hjúkrunarheimila eða endurhæfingarstofnana. Orðið hjúkrunarheimili kemur ekki fyrir í þeim 17 blaðsíðna glærupakka sem drögin hafa að geyma enda þótt þjónusta þeirra kosti ríkissjóð meira en 30 milljarða króna á ári og stærsti samningur í sögu Sjúkratrygginga Íslands sé einmitt rammasamningur við hjúkrunarheimilin. Takmörkuð umræða varð því um þessa þætti heilbrigðiskerfisins, enda engin gögn til að rýna. Með hliðsjón af því, til dæmis, að hér á landi starfa hundruð hjúkrunarfræðinga á öldrunarheimilum landsins og biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fara vaxandi má hverjum manni ljóst vera að heildstæð stefna um „íslenska heilbrigðisþjónustu til framtíðar“ verður ekki mótuð án þessara mikilvægu undirstoða velferðarkerfisins. Stefnan þarf m.a. að geyma skilgreiningu á hlutverki og þjónustustigi hjúkrunarheimila og mikilvægra meðferðarstofnana. Í dag er þjónustustig hjúkrunarheimila hér á landi t.d. mun hærra en almennt gerist í Danmörku. Það er samkvæmt kröfu heilbrigðisyfirvalda þótt þau séu á sama tíma ekki reiðubúin til að greiða raunverð fyrir þjónustuna.Pétur Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuSamræmi sé milli krafna og fjárveitinga Enda þótt heilbrigðisstefna sé ekki aðgerðaáætlun þarf hún að vera markviss og raunhæf. Í stefnunni þarf að gæta þess að forðast draumsýnir og væntingar sem aldrei geta orðið að veruleika. SFV hafa ítrekað bent á að samræmi þurfi að vera í kröfum hins opinbera um þjónustu og því fjármagni sem ríkið er tilbúið til að greiða fyrir þjónustuna. Formlegar, gegnsæjar og vandaðar kostnaðargreiningar, sem gerðar hafa verið á þjónustulýsingum hins opinbera, sýna því miður að verulegar fjárhæðir vantar til að þjónustan standi undir raunkostnaði. Gott dæmi um það eru viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum sem væntanlega eru hluti gæðaáætlunar sem hrinda á í framkvæmd. Ráðuneytið afneitar hins vegar viðmiðum landlæknis þegar kemur að verðlagningu þjónustunnar á þeim forsendum að ekki sé til fjármagn. Munar þar tugum prósenta. Sjálfsagt er að óska heilbrigðisráðherra og öllum öðrum til hamingju með að farið hafi verið af stað með þetta mikilvæga og metnaðarfulla verkefni sem heilbrigðisstefnan er. Það þarf bara að hafa í huga að stefnan verður að vera raunhæf og markviss – fyrir alla – og við erum líka sannfærð um að sú verður raunin.Höfundar:Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuEybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuPétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun