Zúistum fækkaði hlutfallslega mest 6. desember 2018 16:49 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Forsvarsmenn Zuism halda því fram að félag þeirra byggist á átrúnaði á forna guði þeirra. Vísir/Getty Félagsmönnum í trúfélaginu Zuism hefur fækkað um tæp sextán prósent undanfarna tólf mánuði en það er hlutfallslega mesta fækkunin hjá nokkru skráðu trúfélagi. Á sama tíma fækkaði um rúmlega 2.400 manns í Þjóðkirkjunni, um 1%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands voru 306 færri félagar skráðir í Zuism 1. desember borið saman við sama dag í fyrra, það er 15,8% fækkun. Sú dagsetning hefur sérstaka þýðingu því sóknargjöld sem ríkið veitir trú- og lífsskoðunarfélögum eru ákveðin út frá fjölda félaga 1. desember. Mest fjölgaði í kaþólska söfnuðinum og lífsskoðunarfélaginu Siðmennt á árinu. Fjölgun kaþólikka nam 3,8% en í Siðmennt fjölgaði um 23,5%. Í báðum tilfellum fjölgaði félögum um rúmlega fimm hundruð manns. Hlutfallslega mest fjölgun var í Stofnun múslima á Íslandi. Félögum í því félagi fjölgaði um 105 eða 122,1%. Nú er 191 félagi í Stofnun múslima. Þá fjölgaði þeim sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga um 2.221 á árinu, um 9,9%.Óljóst með starfsemi Zuism Vísir hefur fjallað töluvert um trúfélagið Zuism og aðstandendur þess undanfarnar vikur. Tveir bræður sem þekktir hafa verið í fjölmiðlum sem Kickstarter-bræður stofnuðu félagið við þriðja manna árið 2013 og fengu skráð sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu. Sérstakur saksóknari rannsakaði báða bræðurna vegna meintra gjaldeyrisbrota frá 2013. Annar þeirra sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum fyrir skömmu. Sýslumaður hugðist afskrá félagið þar sem það hafði ekki skila ársskýrslum árið 2015. Hópur sem var ótengdur upphaflegum stofnendum Zuism gerði þá tilkall til félagsins og laðaði á fjórða þúsund manns að því með loforði um að endurgreiða félögum sóknargjöld sín sem einhvers konar mótmæli gegn lagaramma trú- og lífsskoðunarfélaga. Þegar ljóst var að félagið ætti von á tugum milljóna króna frá ríkinu steig Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnenda félagsins, fram og krafðist þess að yfirráð sín yfir félaginu og fjármununum yrðu staðfest. Innanríkisráðuneytið staðfesti hann sem forstöðumann í fyrra og fékk félagið þá greiddar rúmar 50 milljónir króna sem Fjársýsla ríkisins hafði haldið eftir á meðan skorið var úr um yfirráð í félaginu. Óljóst er þó hversu umfangsmikil starfsemi Zuism er. Engin starfsemi á vegum þess fór nokkru sinni fram að Nethyl þar sem það er enn með skráð lögheimili. Ágúst Arnar, sem tók upp loforð hópsins sem hann deildi við um forráð í félaginu, hefur haldið áfram að auglýsa eftir umsóknum um endurgreiðslu sóknargjalda en hefur ekki viljað greina frá hversu margir félagar hafi fengið þau endurgreidd eða hversu stór hluti sóknargjaldanna hafi verið endurgreiddur. Ekki hefur náðst í Ágúst Arnar eða aðra aðstandendur félagsins í tengslum við umfjallanir Vísis undanfarnar vikur. Þrátt fyrir fækkunina hjá Zuism er félagið enn eitt stærsta trúfélag landsins og á áfram von á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Félagsmönnum í trúfélaginu Zuism hefur fækkað um tæp sextán prósent undanfarna tólf mánuði en það er hlutfallslega mesta fækkunin hjá nokkru skráðu trúfélagi. Á sama tíma fækkaði um rúmlega 2.400 manns í Þjóðkirkjunni, um 1%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands voru 306 færri félagar skráðir í Zuism 1. desember borið saman við sama dag í fyrra, það er 15,8% fækkun. Sú dagsetning hefur sérstaka þýðingu því sóknargjöld sem ríkið veitir trú- og lífsskoðunarfélögum eru ákveðin út frá fjölda félaga 1. desember. Mest fjölgaði í kaþólska söfnuðinum og lífsskoðunarfélaginu Siðmennt á árinu. Fjölgun kaþólikka nam 3,8% en í Siðmennt fjölgaði um 23,5%. Í báðum tilfellum fjölgaði félögum um rúmlega fimm hundruð manns. Hlutfallslega mest fjölgun var í Stofnun múslima á Íslandi. Félögum í því félagi fjölgaði um 105 eða 122,1%. Nú er 191 félagi í Stofnun múslima. Þá fjölgaði þeim sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga um 2.221 á árinu, um 9,9%.Óljóst með starfsemi Zuism Vísir hefur fjallað töluvert um trúfélagið Zuism og aðstandendur þess undanfarnar vikur. Tveir bræður sem þekktir hafa verið í fjölmiðlum sem Kickstarter-bræður stofnuðu félagið við þriðja manna árið 2013 og fengu skráð sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu. Sérstakur saksóknari rannsakaði báða bræðurna vegna meintra gjaldeyrisbrota frá 2013. Annar þeirra sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum fyrir skömmu. Sýslumaður hugðist afskrá félagið þar sem það hafði ekki skila ársskýrslum árið 2015. Hópur sem var ótengdur upphaflegum stofnendum Zuism gerði þá tilkall til félagsins og laðaði á fjórða þúsund manns að því með loforði um að endurgreiða félögum sóknargjöld sín sem einhvers konar mótmæli gegn lagaramma trú- og lífsskoðunarfélaga. Þegar ljóst var að félagið ætti von á tugum milljóna króna frá ríkinu steig Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnenda félagsins, fram og krafðist þess að yfirráð sín yfir félaginu og fjármununum yrðu staðfest. Innanríkisráðuneytið staðfesti hann sem forstöðumann í fyrra og fékk félagið þá greiddar rúmar 50 milljónir króna sem Fjársýsla ríkisins hafði haldið eftir á meðan skorið var úr um yfirráð í félaginu. Óljóst er þó hversu umfangsmikil starfsemi Zuism er. Engin starfsemi á vegum þess fór nokkru sinni fram að Nethyl þar sem það er enn með skráð lögheimili. Ágúst Arnar, sem tók upp loforð hópsins sem hann deildi við um forráð í félaginu, hefur haldið áfram að auglýsa eftir umsóknum um endurgreiðslu sóknargjalda en hefur ekki viljað greina frá hversu margir félagar hafi fengið þau endurgreidd eða hversu stór hluti sóknargjaldanna hafi verið endurgreiddur. Ekki hefur náðst í Ágúst Arnar eða aðra aðstandendur félagsins í tengslum við umfjallanir Vísis undanfarnar vikur. Þrátt fyrir fækkunina hjá Zuism er félagið enn eitt stærsta trúfélag landsins og á áfram von á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15