Enn láta skemmdarvargar til skarar skríða í Kjarnaskógi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:39 Bíllinn situr fastur á gönguslóð. Mynd/Ingólfur Jóhannesson Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“ Lögreglumál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“
Lögreglumál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira