Snorri Steinn: Það eru fleiri með augu á Alexander, Ými og Orra Skúli Arnarson skrifar 9. desember 2018 21:42 Snorri Steinn á hliðarlínunni. vísir/bára Valsmenn unnu góðan sex marka sigur á Fram í Origo höllinni í kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna var að vonum glaður eftir leik. „Ég er glaður að vinna leikinn, það breytist ekkert.” Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn voru alltaf skrefi á undan. Snorri var ekki alveg nægilega sáttur með fyrri hálfleikinn en fannst sínir menn gefa í í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekki alveg jafn skarpir og ég vildi, allavega í fyrri hálfleik, en við vorum þannig séð alltaf með frumkvæðið og alltaf með yfirhöndina. Við vorum að gera fullt af hlutum vel en vörnin var kannski að leka meira en við erum vanir en samt sem áður engin katastrófa.” Þrátt fyrir að vera alltaf með yfirhöndina var Snorri ekkert orðinn rólegur fyrr en í leikslok. „Nei við vorum ekkert með þá, Fram eru með hörkulið svo ég var ekkert rólegur. Við töluðum um það í hálfleik að gefa aðeins í og mér fannst við gera það. Það var gott flæði hjá okkur sóknarlega og margir að skora mörkin, sem er gott.” „Við erum töluvert frá því að vera fullslípaðir,” sagði Snorri þegar hann var spurður að því hversu langt Valsliðið væri frá því að vera fullslípað lið. Alexander Júlíusson fékk rautt spjald í leiknum í kvöld fyrir að fara í andlitið á Andra Heimi Friðriksyni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fékk rautt og voru Valsmenn allt annað en sáttir við dóminn. Snorri sá atvikið ekki nægilega vel en finnst eins og sínir menn fái ekki sömu þolinmæði og aðrir. „Ég sá atvikið ekkert svakalega vel og það getur vel verið að þetta hafi verið rautt spjald, ég ætla ekkert að fullyrða um það. En það er hinsvegar alveg ljóst að það eru fleiri augu á Alexander, Ými og Orra og það er alveg á hreinu að þeir fá ekki sömu þolinmæði og margir aðrir. Mér finnst það stundum há þeim að vera góðir varnarmenn.” Agnar Smári Jónsson fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum í dag. Snorri Steinn vildi þó ekki meina að meiðsli hafi verið ástæðan fyrir því að hann lék ekki meira í kvöld. „Hann var ekkert meiddur.” Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Valsmenn unnu góðan sex marka sigur á Fram í Origo höllinni í kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna var að vonum glaður eftir leik. „Ég er glaður að vinna leikinn, það breytist ekkert.” Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn voru alltaf skrefi á undan. Snorri var ekki alveg nægilega sáttur með fyrri hálfleikinn en fannst sínir menn gefa í í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekki alveg jafn skarpir og ég vildi, allavega í fyrri hálfleik, en við vorum þannig séð alltaf með frumkvæðið og alltaf með yfirhöndina. Við vorum að gera fullt af hlutum vel en vörnin var kannski að leka meira en við erum vanir en samt sem áður engin katastrófa.” Þrátt fyrir að vera alltaf með yfirhöndina var Snorri ekkert orðinn rólegur fyrr en í leikslok. „Nei við vorum ekkert með þá, Fram eru með hörkulið svo ég var ekkert rólegur. Við töluðum um það í hálfleik að gefa aðeins í og mér fannst við gera það. Það var gott flæði hjá okkur sóknarlega og margir að skora mörkin, sem er gott.” „Við erum töluvert frá því að vera fullslípaðir,” sagði Snorri þegar hann var spurður að því hversu langt Valsliðið væri frá því að vera fullslípað lið. Alexander Júlíusson fékk rautt spjald í leiknum í kvöld fyrir að fara í andlitið á Andra Heimi Friðriksyni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fékk rautt og voru Valsmenn allt annað en sáttir við dóminn. Snorri sá atvikið ekki nægilega vel en finnst eins og sínir menn fái ekki sömu þolinmæði og aðrir. „Ég sá atvikið ekkert svakalega vel og það getur vel verið að þetta hafi verið rautt spjald, ég ætla ekkert að fullyrða um það. En það er hinsvegar alveg ljóst að það eru fleiri augu á Alexander, Ými og Orra og það er alveg á hreinu að þeir fá ekki sömu þolinmæði og margir aðrir. Mér finnst það stundum há þeim að vera góðir varnarmenn.” Agnar Smári Jónsson fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum í dag. Snorri Steinn vildi þó ekki meina að meiðsli hafi verið ástæðan fyrir því að hann lék ekki meira í kvöld. „Hann var ekkert meiddur.”
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita