Útilokar ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 12:15 Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. visir/vilhelm Helga Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, útilokar ekki að ummæli Einars Bárðarssonar, sem hann lætur falla í tölvupóstsamskiptum við yfirmenn fyrirtækisins og túlka megi sem hótanir, fari í kæruferli. Hún segir þó ótímabært að fullyrða um það hvort málið fari í slíkan farveg. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Niðurstöður úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og tiltekin starfsmannamál hjá Orkuveitu Reykjavíkur voru kynntar í gær ráðist var í úttektina í framhaldi af uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur frá störfum hjá ON í september. Meginniðurstöður skýrslunnar voru þær að almennt ríki mikil starfsánægja innan fyrirtækisins og að uppsagnir þeirra Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafi verið réttmætar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurSíðan skýrslan var birt í gær hafa fjölmiðlar fjallað um efni tölvupósta sem að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, sendi þar sem hann krafðist tveggja ára launa vegna brottrekstrarins. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, segir of snemmt að segja til um það hvort farið verði lengra með málið. „Ég held ég verði að svara því þannig að það hefur í sjálfu sér ekki komið til skoðunar ennþá frekar heldur en aðrir þættir skýrslunnar. Mér var falið þetta verkefni í gær og mun fara yfir bara alla þætti að ósk stjórnarinnar til þess að reyna að beina í farveg þeim ályktunum [og] ábendingum sem koma fram í skýrslunni þannig það hefur ekki verið gert en það er vafalaust eitt af því sem ég bara athuga hvernig efnisumfjöllunin í skýrslunni um leið segir okkur um það hvað gera eigi,“ segir Helga. Þannig það er ekki hægt að útiloka að það verði kært eða eitthvað slíkt? „Ég get náttúrlega ekki útilokað hluti fyrr en ég er búin að fara yfir þá. Ég myndi aldrei hins vegar tala um niðurstöður að neinu fyrr en eftir að ég er búin að skila minni vinnu til stjórnarinnar því að fyrir hana er ég að vinna,“ svarar Helga. Helga mun skila stjórn OR tillögum sínum á mánudaginn og Bjarni Bjarnason tekur aftur við starfi forstjóra á þriðjudaginn. Þótt tölvupóstarnir frá Einari hafi verið birtir í gær voru kaflar sem varða mál starfsmannanna tveggja ekki birtir í skýrslunni sem gerð var opinber. „Við erum bundin trúnaði gagnvart þeim sem að hafa verið í starfssambandi við okkur og eru það sem vinnuveitandi. Hins vegar aðilar úti í bæ sem að senda okkur tölvupósta falla bara undir upplýsingalögin og það er engin vernd þar fólgin með sama hætti.“Það er ekki verið að handvelja gögn til birtingar eftir hentisemi? „Því fer víðs fjarri ímynda ég mér en það er ekki ég sem ákveð það hvaða gögn koma þarna fram, það er innri endurskoðun í sjálfu sér,“ segir Helga.Fréttin hefur verið uppfærð. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Helga Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, útilokar ekki að ummæli Einars Bárðarssonar, sem hann lætur falla í tölvupóstsamskiptum við yfirmenn fyrirtækisins og túlka megi sem hótanir, fari í kæruferli. Hún segir þó ótímabært að fullyrða um það hvort málið fari í slíkan farveg. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Niðurstöður úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og tiltekin starfsmannamál hjá Orkuveitu Reykjavíkur voru kynntar í gær ráðist var í úttektina í framhaldi af uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur frá störfum hjá ON í september. Meginniðurstöður skýrslunnar voru þær að almennt ríki mikil starfsánægja innan fyrirtækisins og að uppsagnir þeirra Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafi verið réttmætar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurSíðan skýrslan var birt í gær hafa fjölmiðlar fjallað um efni tölvupósta sem að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, sendi þar sem hann krafðist tveggja ára launa vegna brottrekstrarins. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, segir of snemmt að segja til um það hvort farið verði lengra með málið. „Ég held ég verði að svara því þannig að það hefur í sjálfu sér ekki komið til skoðunar ennþá frekar heldur en aðrir þættir skýrslunnar. Mér var falið þetta verkefni í gær og mun fara yfir bara alla þætti að ósk stjórnarinnar til þess að reyna að beina í farveg þeim ályktunum [og] ábendingum sem koma fram í skýrslunni þannig það hefur ekki verið gert en það er vafalaust eitt af því sem ég bara athuga hvernig efnisumfjöllunin í skýrslunni um leið segir okkur um það hvað gera eigi,“ segir Helga. Þannig það er ekki hægt að útiloka að það verði kært eða eitthvað slíkt? „Ég get náttúrlega ekki útilokað hluti fyrr en ég er búin að fara yfir þá. Ég myndi aldrei hins vegar tala um niðurstöður að neinu fyrr en eftir að ég er búin að skila minni vinnu til stjórnarinnar því að fyrir hana er ég að vinna,“ svarar Helga. Helga mun skila stjórn OR tillögum sínum á mánudaginn og Bjarni Bjarnason tekur aftur við starfi forstjóra á þriðjudaginn. Þótt tölvupóstarnir frá Einari hafi verið birtir í gær voru kaflar sem varða mál starfsmannanna tveggja ekki birtir í skýrslunni sem gerð var opinber. „Við erum bundin trúnaði gagnvart þeim sem að hafa verið í starfssambandi við okkur og eru það sem vinnuveitandi. Hins vegar aðilar úti í bæ sem að senda okkur tölvupósta falla bara undir upplýsingalögin og það er engin vernd þar fólgin með sama hætti.“Það er ekki verið að handvelja gögn til birtingar eftir hentisemi? „Því fer víðs fjarri ímynda ég mér en það er ekki ég sem ákveð það hvaða gögn koma þarna fram, það er innri endurskoðun í sjálfu sér,“ segir Helga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00