Facebook stríðir notendum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 14:11 Þessi kaldranalegu skilaboð tóku á móti mörgum sem vildu skrá sig inn á Facebook eftir hádegi í dag. Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag - og hafa sumir hreinlega ekki getað skráð sig inn. Notendur Instagram kvörtuðu einnig undan hægagangi, en myndefnismiðillinn er í eigu Facebook. Ætla má að rekja megi truflunina til uppfærslu sem Facebook greindi notendum sínum frá þegar þeir reyndu að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn skömmu eftir hádegi í dag. Tæknideild Facebook virðist þó hafa átt í vandræðum með að keyra uppfærsluna í gegn. Þegar notendur reyndu að endurhlaða lendingarsíðuna eftir að hafa fengið uppfærsluskilaboðin tók villumelding á móti þeim. „Afsakið, eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Við reynum að leysa úr þessu eins fljótt og auðið er.“Facebook looks to currently be experiencing an outage. The website is currently showing errors while users attempt to login, and view the site #Facebook @facebook pic.twitter.com/xegl8bpMav— Jonny McGuigan (@jonnymcguigan) November 20, 2018 Ef marka á vefsíðuna Downdetector, sem segist halda utan um tilkynningar sem berast um hvers kyns virknivandamál á Facebook, þá er hrun samfélagsmiðilsins svo sannarlega ekki bundið við Ísland. Notendur um allan heim; til að mynda í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, Brasilíu, Indlandi og Ástralíu, hafa fundið fyrir hvers kyns truflunum. Flestir kvarta undan því að síðan hafi hreinlega ekki opnast á meðan margir áttu í erfiðleikum með að skrá sig inn. Facebook virðist þó vera að rétta aftur út kútnum þegar þetta er skrifað á þriðja tímanum. Þó eru ýmis eiginleikar Facebook ennþá í lamasessi. Má þar nefna að myndir notenda, sem alla jafna má sjá við nöfn þeirra í spjallforritshluta miðilsins, eru hvergi sjáanlegar. Facebook Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira
Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag - og hafa sumir hreinlega ekki getað skráð sig inn. Notendur Instagram kvörtuðu einnig undan hægagangi, en myndefnismiðillinn er í eigu Facebook. Ætla má að rekja megi truflunina til uppfærslu sem Facebook greindi notendum sínum frá þegar þeir reyndu að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn skömmu eftir hádegi í dag. Tæknideild Facebook virðist þó hafa átt í vandræðum með að keyra uppfærsluna í gegn. Þegar notendur reyndu að endurhlaða lendingarsíðuna eftir að hafa fengið uppfærsluskilaboðin tók villumelding á móti þeim. „Afsakið, eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Við reynum að leysa úr þessu eins fljótt og auðið er.“Facebook looks to currently be experiencing an outage. The website is currently showing errors while users attempt to login, and view the site #Facebook @facebook pic.twitter.com/xegl8bpMav— Jonny McGuigan (@jonnymcguigan) November 20, 2018 Ef marka á vefsíðuna Downdetector, sem segist halda utan um tilkynningar sem berast um hvers kyns virknivandamál á Facebook, þá er hrun samfélagsmiðilsins svo sannarlega ekki bundið við Ísland. Notendur um allan heim; til að mynda í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, Brasilíu, Indlandi og Ástralíu, hafa fundið fyrir hvers kyns truflunum. Flestir kvarta undan því að síðan hafi hreinlega ekki opnast á meðan margir áttu í erfiðleikum með að skrá sig inn. Facebook virðist þó vera að rétta aftur út kútnum þegar þetta er skrifað á þriðja tímanum. Þó eru ýmis eiginleikar Facebook ennþá í lamasessi. Má þar nefna að myndir notenda, sem alla jafna má sjá við nöfn þeirra í spjallforritshluta miðilsins, eru hvergi sjáanlegar.
Facebook Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira