Framtíð hinna dauðu Lára Magnúsardóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun