Er lífskjarastefnan að líða undir lok á Íslandi? Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar á laugardaginn: „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Hagvöxtur er vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verðlagi á ársgrundvelli. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Sú framleiðsla er grundvöllur allra launa sem eru greidd í landinu, allra skatttekna hins opinbera og þar með allrar þjónustu hins opinbera og bóta sem það greiðir. Landsframleiðslan er því forsenda lífskjara okkar og vöxtur hennar, hagvöxturinn, besti mælikvarðinn á það hvernig þau þróast. Ekki eini mælikvarðinn, en samt besti mælikvarðinn.Besti mælikvarðinn Þegar vel gengur gleyma menn oft uppsprettu verðmætasköpunar. Það er hættuleg þróun. Efnahagsleg lífskjör eru mikilvæg en auðvitað vega aðrir þættir þungt. Ekkert verður til úr engu og það eyðist sem af er tekið. Miðað við 1% árlegan hagvöxt tekur 70 ár að tvöfalda efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar. Miðað við 6% hagvöxt tvöfaldast efnahagsleg lífsgæði á 12 árum. Landsframleiðslan er besti mælikvarðinn vegna fylgni á milli hennar og nær allra annarra mælikvarða á lífsgæði. Í löndum þar sem landsframleiðslan er mikil er alla jafna meira jafnrétti, meiri jöfnuður, minna atvinnuleysi, minni fátækt, betri heilsa, minni spilling og færri glæpir. Hagvöxtur gerir þjóðfélögum fært að bjóða upp á ódýra eða ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun og styðja við þá sem á þurfa að halda, svo sem öryrkja, atvinnulausa og eldri borgara.Hvorki úrelt né gamaldags Til lengri tíma helst hagvöxtur í hendur við framleiðni þjóðarbúsins. Meðalhagvöxtur á mann var um 3% á 20. öldinni og það sem af er 21. öldinni hefur hann verið ríflega 2%. Það er mikill vöxtur í alþjóðlegum samanburði, enda eru efnahagsleg lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi. Hvergi er meiri tekjujöfnuður en á Íslandi og atvinnuleysi óvíða minna. Meðallaun eru ein þau hæstu í heimi og lágmarslaun einnig – jafnvel þó leiðrétt sé fyrir háu verðlagi á Íslandi. Það blasir við að sú efnahagsstefna sem við viljum áfram framfylgja er einmitt sú að tryggja sem mestan hagvöxt landsmönnum öllum til hagbóta. Forgangsverkefni stjórnvalda er því að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að aukinni framleiðni í þjóðarbúinu með langtímasýn að leiðarljósi þar sem sköttum og íþyngjandi regluverki er haldið í lágmarki. Sú efnahagsstefna mun tryggja Íslandi áfram sæti í fremstu röð. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að bæta lífskjör allra sem allra mest til langs tíma. Með öðrum orðum, að auka hagvöxt sem mest. Það kann að vera gömul hugmynd, en hún er svo sannarlega hvorki úrelt né gamaldags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar á laugardaginn: „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Hagvöxtur er vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verðlagi á ársgrundvelli. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Sú framleiðsla er grundvöllur allra launa sem eru greidd í landinu, allra skatttekna hins opinbera og þar með allrar þjónustu hins opinbera og bóta sem það greiðir. Landsframleiðslan er því forsenda lífskjara okkar og vöxtur hennar, hagvöxturinn, besti mælikvarðinn á það hvernig þau þróast. Ekki eini mælikvarðinn, en samt besti mælikvarðinn.Besti mælikvarðinn Þegar vel gengur gleyma menn oft uppsprettu verðmætasköpunar. Það er hættuleg þróun. Efnahagsleg lífskjör eru mikilvæg en auðvitað vega aðrir þættir þungt. Ekkert verður til úr engu og það eyðist sem af er tekið. Miðað við 1% árlegan hagvöxt tekur 70 ár að tvöfalda efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar. Miðað við 6% hagvöxt tvöfaldast efnahagsleg lífsgæði á 12 árum. Landsframleiðslan er besti mælikvarðinn vegna fylgni á milli hennar og nær allra annarra mælikvarða á lífsgæði. Í löndum þar sem landsframleiðslan er mikil er alla jafna meira jafnrétti, meiri jöfnuður, minna atvinnuleysi, minni fátækt, betri heilsa, minni spilling og færri glæpir. Hagvöxtur gerir þjóðfélögum fært að bjóða upp á ódýra eða ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun og styðja við þá sem á þurfa að halda, svo sem öryrkja, atvinnulausa og eldri borgara.Hvorki úrelt né gamaldags Til lengri tíma helst hagvöxtur í hendur við framleiðni þjóðarbúsins. Meðalhagvöxtur á mann var um 3% á 20. öldinni og það sem af er 21. öldinni hefur hann verið ríflega 2%. Það er mikill vöxtur í alþjóðlegum samanburði, enda eru efnahagsleg lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi. Hvergi er meiri tekjujöfnuður en á Íslandi og atvinnuleysi óvíða minna. Meðallaun eru ein þau hæstu í heimi og lágmarslaun einnig – jafnvel þó leiðrétt sé fyrir háu verðlagi á Íslandi. Það blasir við að sú efnahagsstefna sem við viljum áfram framfylgja er einmitt sú að tryggja sem mestan hagvöxt landsmönnum öllum til hagbóta. Forgangsverkefni stjórnvalda er því að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að aukinni framleiðni í þjóðarbúinu með langtímasýn að leiðarljósi þar sem sköttum og íþyngjandi regluverki er haldið í lágmarki. Sú efnahagsstefna mun tryggja Íslandi áfram sæti í fremstu röð. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að bæta lífskjör allra sem allra mest til langs tíma. Með öðrum orðum, að auka hagvöxt sem mest. Það kann að vera gömul hugmynd, en hún er svo sannarlega hvorki úrelt né gamaldags.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun