Hátt í sjötíu milljarða fjárfesting Eaton Vance Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance Management hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum þremur árum og eru í hópi tuttugu stærstu hluthafa í fjölmörgum skráðum félögum. Fréttablaðið/Ernir Fjárfestingar sjóða á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, umsvifamesta erlenda fjárfestisins hér á landi, í ríkisskuldabréfum, lánum og hlutafé íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 67 milljörðum króna í lok júlímánaðar. Fimm sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu þá samanlagt tæpan 31 milljarð króna í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og 29 milljarða króna í íslenskum hlutabréfum. Að auki hafa sjóðirnir lánað Almenna leigufélaginu og Heimavöllum samtals ríflega átta milljarða króna. Samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, áttu sjóðirnir hlutabréf í fimmtán skráðum félögum í lok júlí. Eru það einkum tveir sjóðir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði en þeir eru báðir áberandi á listum yfir stærstu hluthafa Kauphallarfélaga. Fjárfestingar sjóða Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum námu samanlagt 232 milljónum dala, jafnvirði 28,6 milljarða króna miðað við núverandi gengi, í júlí en sem dæmi nam hlutabréfaeign þeirra í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – samtals 8,8 milljörðum. Þar af áttu sjóðirnir hlutabréf í Reitum fyrir 4,3 milljarða króna. Þá var eign sjóðanna í hlutabréfum tryggingafélaganna þriggja – Sjóvár, TM og VÍS – samanlagt tæplega 4 milljarðar króna í júlímánuði.Eign sjóðanna nam á sama tíma um 4,2 milljörðum króna í Högum og 4,1 milljarði króna í Símanum, svo nokkur dæmi séu tekin. Sjóðir Eaton Vance, sem hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir um þremur árum, eiga einnig lítinn hlut í Kviku banka, sem var skráður á First North markaðinn snemma á þessu ári, en hluturinn var metinn á um 565 þúsund dali, um 70 milljónir króna, í lok júlímánaðar. Seldu sig úr Icelandair Nokkrar breytingar hafa orðið á eignasafni Eaton Vance hér á landi á síðari hluta ársins. Sem dæmi seldu sjóðir á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í september en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í flugfélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Sjóðirnir seldu jafnframt fyrr í þessum mánuði um 1,2 prósenta hlut í Regin, en verðið var um 435 milljónir sé tekið mið af gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu við söluna, og þá hafa þeir einnig minnkað nokkuð við sig í tryggingafélögunum á undanförnum mánuðum. Á sama tíma hafa sjóðir Eaton Vance hins vegar bætt við hlut sinn í Arion banka og fara þeir nú með ríflega 2,6 prósenta hlut í bankanum. Til samanburðar áttu sjóðirnir um 1,2 prósenta hlut í kjölfar skráningar bankans á hlutabréfamarkað í júní. Stórir í löngum bréfum Sjóðastýringarfyrirtækið átti ríkisskuldabréf fyrir um 248 milljónir dala, jafnvirði 30,6 milljarða króna, í lok júlí og munaði þar mestu um eign sjóða félagsins í löngum bréfum. Þannig áttu þeir 17 milljarða króna í skuldabréfaflokknum RB31 og ríflega 6 milljarða í flokknum RB28. Því til viðbótar veittu sjóðir Eaton Vance Almenna leigufélaginu og Heimavöllum lán fyrr á árinu fyrir samanlagt ríflega átta milljarða króna, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um. Sjóðirnir lánuðu fyrrnefnda félaginu 38,4 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, og því síðarnefnda 28,7 milljónir dala eða sem jafngildir 3,5 milljörðum króna. Báðar fjárfestingarnar voru fyrir milligöngu Fossa markaða. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Sjá meira
Fjárfestingar sjóða á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, umsvifamesta erlenda fjárfestisins hér á landi, í ríkisskuldabréfum, lánum og hlutafé íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 67 milljörðum króna í lok júlímánaðar. Fimm sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu þá samanlagt tæpan 31 milljarð króna í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og 29 milljarða króna í íslenskum hlutabréfum. Að auki hafa sjóðirnir lánað Almenna leigufélaginu og Heimavöllum samtals ríflega átta milljarða króna. Samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, áttu sjóðirnir hlutabréf í fimmtán skráðum félögum í lok júlí. Eru það einkum tveir sjóðir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði en þeir eru báðir áberandi á listum yfir stærstu hluthafa Kauphallarfélaga. Fjárfestingar sjóða Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum námu samanlagt 232 milljónum dala, jafnvirði 28,6 milljarða króna miðað við núverandi gengi, í júlí en sem dæmi nam hlutabréfaeign þeirra í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – samtals 8,8 milljörðum. Þar af áttu sjóðirnir hlutabréf í Reitum fyrir 4,3 milljarða króna. Þá var eign sjóðanna í hlutabréfum tryggingafélaganna þriggja – Sjóvár, TM og VÍS – samanlagt tæplega 4 milljarðar króna í júlímánuði.Eign sjóðanna nam á sama tíma um 4,2 milljörðum króna í Högum og 4,1 milljarði króna í Símanum, svo nokkur dæmi séu tekin. Sjóðir Eaton Vance, sem hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir um þremur árum, eiga einnig lítinn hlut í Kviku banka, sem var skráður á First North markaðinn snemma á þessu ári, en hluturinn var metinn á um 565 þúsund dali, um 70 milljónir króna, í lok júlímánaðar. Seldu sig úr Icelandair Nokkrar breytingar hafa orðið á eignasafni Eaton Vance hér á landi á síðari hluta ársins. Sem dæmi seldu sjóðir á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í september en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í flugfélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Sjóðirnir seldu jafnframt fyrr í þessum mánuði um 1,2 prósenta hlut í Regin, en verðið var um 435 milljónir sé tekið mið af gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu við söluna, og þá hafa þeir einnig minnkað nokkuð við sig í tryggingafélögunum á undanförnum mánuðum. Á sama tíma hafa sjóðir Eaton Vance hins vegar bætt við hlut sinn í Arion banka og fara þeir nú með ríflega 2,6 prósenta hlut í bankanum. Til samanburðar áttu sjóðirnir um 1,2 prósenta hlut í kjölfar skráningar bankans á hlutabréfamarkað í júní. Stórir í löngum bréfum Sjóðastýringarfyrirtækið átti ríkisskuldabréf fyrir um 248 milljónir dala, jafnvirði 30,6 milljarða króna, í lok júlí og munaði þar mestu um eign sjóða félagsins í löngum bréfum. Þannig áttu þeir 17 milljarða króna í skuldabréfaflokknum RB31 og ríflega 6 milljarða í flokknum RB28. Því til viðbótar veittu sjóðir Eaton Vance Almenna leigufélaginu og Heimavöllum lán fyrr á árinu fyrir samanlagt ríflega átta milljarða króna, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um. Sjóðirnir lánuðu fyrrnefnda félaginu 38,4 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, og því síðarnefnda 28,7 milljónir dala eða sem jafngildir 3,5 milljörðum króna. Báðar fjárfestingarnar voru fyrir milligöngu Fossa markaða.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Sjá meira