May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 09:00 Theresa May í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gær. Nordicphotos/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00
Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30