Ráðherra ræddi þriðja orkupakkann í Brussel Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, á fundi hjá ESB í Brussel í Belgíu gær. Nordicphotos/Getty „Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
„Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45