Almannatenglar smíða ræður fyrir lögregluna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 06:15 Góð samskipti Andrésar Jónssonar aðstoða LRH. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum tæpar 900 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í síðasta mánuði. Þjónustan fól meðal annars í sér ræðuskrif og að svara spurningum fjölmiðla. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) segir lögregluna ekki hafa nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum og hagkvæmara sér að útvista þessari þjónustu. Á vefnum opnirreikningar.is, þar sem birtar eru reikningsupplýsingar úr fjárhagskerfi ríkisins til að auka gagnsæi, er að finna nýbirtan reikning frá Góðum samskiptum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. október. Hljóðar hann upp á 872 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvaða þjónustu embættið hefði keypt af Góðum samskiptum segir Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH, fyrirtækið hafa komið að yfirstandandi stefnumótun í upplýsingamálum með embættinu.Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH. Fréttablaðið/GVA„Aðstoðað við ræðusmíðar, svör til fjölmiðla o.þ.h. LRH hefur ekki nægan mannskap til að sinna þessari vinnu, sérstaklega þegar krafa er gerð um skjót viðbrögð og kallar því til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar. Það er einnig hagkvæmara en að hafa marga starfsmenn í þessu verkefni hjá embættinu.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar nú þegar að minnsta kosti einn kynningar- og upplýsingafulltrúi, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson. Spurður nánar út í það hvers eðlis aðkoma fyrirtækisins er að því að svara fjölmiðlum, hvort fyrirtækið sé að fá áframsendar fyrirspurnir fjölmiðla til lögreglu um tiltekin mál og svara þeim, kveðst Halldór ekki þekkja það nákvæmlega. „En ég reikna með að þetta sé svipuð þjónusta og þjónusta Gunnars Rúnars, fjölmiðlatengiliðsins okkar, laga til orðalag og þess háttar.“ Halldór segir að reikningurinn sem birtist á vefsíðunni hafi verið fyrir aðkeypta þjónustu af fyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar á tímabilinu 20. mars til 30. ágúst. Þá beri að athuga að virðisaukaskatturinn fáist endurgreiddur og kostnaðurinn sé því rúmlega 703 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum tæpar 900 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í síðasta mánuði. Þjónustan fól meðal annars í sér ræðuskrif og að svara spurningum fjölmiðla. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) segir lögregluna ekki hafa nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum og hagkvæmara sér að útvista þessari þjónustu. Á vefnum opnirreikningar.is, þar sem birtar eru reikningsupplýsingar úr fjárhagskerfi ríkisins til að auka gagnsæi, er að finna nýbirtan reikning frá Góðum samskiptum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. október. Hljóðar hann upp á 872 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvaða þjónustu embættið hefði keypt af Góðum samskiptum segir Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH, fyrirtækið hafa komið að yfirstandandi stefnumótun í upplýsingamálum með embættinu.Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH. Fréttablaðið/GVA„Aðstoðað við ræðusmíðar, svör til fjölmiðla o.þ.h. LRH hefur ekki nægan mannskap til að sinna þessari vinnu, sérstaklega þegar krafa er gerð um skjót viðbrögð og kallar því til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar. Það er einnig hagkvæmara en að hafa marga starfsmenn í þessu verkefni hjá embættinu.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar nú þegar að minnsta kosti einn kynningar- og upplýsingafulltrúi, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson. Spurður nánar út í það hvers eðlis aðkoma fyrirtækisins er að því að svara fjölmiðlum, hvort fyrirtækið sé að fá áframsendar fyrirspurnir fjölmiðla til lögreglu um tiltekin mál og svara þeim, kveðst Halldór ekki þekkja það nákvæmlega. „En ég reikna með að þetta sé svipuð þjónusta og þjónusta Gunnars Rúnars, fjölmiðlatengiliðsins okkar, laga til orðalag og þess háttar.“ Halldór segir að reikningurinn sem birtist á vefsíðunni hafi verið fyrir aðkeypta þjónustu af fyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar á tímabilinu 20. mars til 30. ágúst. Þá beri að athuga að virðisaukaskatturinn fáist endurgreiddur og kostnaðurinn sé því rúmlega 703 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira