Andlát: Benedikt Gunnarsson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:36 Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson. Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Systkini Benedikts eru Halldór Ágúst, húsvörður, f. 1921, d. 1997; Jóhanna, húsmóðir, f. 1922; Elí, málarameistari og listmálari, f. 1923, d. 1997; Steinþór Marinó, málarameistari og listmálari, f. 1925; Veturliði, listmálari, f. 1926, d. 2004; Guðbjartur, kennari, f. 1928; Gunnar Kristinn, fyrrv. útibússtjóri og landsliðsmaður í knattspyrnu og skák, f. 1933. Hálfsystkini Benedikts, sammæðra: Anna Sólveig Veturliðadóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1980; Helga Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliðason matreiðslumeistari, f. 1914, d. 1999; Helga Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1941. Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, d. 13.3.2016. Hún var dóttir Óskars Jónssonar, skrifstofu- og alþm., f. 1899, d. 1969, og Katrínar Ingibergsdóttur húsmóður, f. 1908, d.2004. Benedikt og Ásdís eignuðust tvö börn. 1) Valgerður, vinnur við bókaútgáfu, f. 1965, maki Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur, f. 1960. Börn þeirra eru Gunnar og Sóley. 2) Gunnar Óskar, f. 1968, d. 1984. Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1945-48, við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Det kongelige akademi for de skønne kunster) og við teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, listmálara á Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám og listsköpun í París 1950-53, m.a. við Académie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði myndfræðilegar rannsóknir við Louvre-listasafnið i París og Prado-listasafnið í Madrid. Þá lauk hann myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964. Benedikt var kennari við Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1958-59, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík 1960-62, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kennaraskóla Íslands,síðan Kennaraháskóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent þar frá 1998. Kenndi myndlist við Listafélag MR 1965-1966 og Listafélag VR 1985-1987. Benedikt hélt á þriðja tug einkasýninga hérlendis og eina í París, í La galerie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tuttugu og þremur samsýningum víða um heim, m.a. á öllum Norðurlöndunun, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Ástralíu og fjölda samsýninga á Íslandi. Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni ASÍ, mörgum bæjarlistasöfnum og í fjölmörgum einkasöfnum og stofnunum. Ennfremur verk í erlendum söfnum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Mexíkó, Kólumbíu, Danmörku, Svíþjóð og í Ben Gurion-háskólanum í Ísrael. Hann hefur gert stórar veggmyndir og steinda glugga í nokkrar opinberar byggingar hérlendis, s.s. í Grunnskólann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í Héraðsskólann að Skógum, Keflavíkurkirkju, Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju, Suðureyrarkirkju og í Háteigskirkju í Reykjavík. Benedikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Norræna listbandalagsins 1958-60 og í sýningarnefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ 1975-77. Fór til Rússlands sem fulltrúi og umsjónarmaður sýningar ungra íslenskra myndlistarmanna, á alþjóðlegri listsýningu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp¬ur á fjölda bóka og tímarita, m.a. listtímaritið Birting. Benedikt var heiðurslistamaður Kópavogs 2002. Andlát Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Systkini Benedikts eru Halldór Ágúst, húsvörður, f. 1921, d. 1997; Jóhanna, húsmóðir, f. 1922; Elí, málarameistari og listmálari, f. 1923, d. 1997; Steinþór Marinó, málarameistari og listmálari, f. 1925; Veturliði, listmálari, f. 1926, d. 2004; Guðbjartur, kennari, f. 1928; Gunnar Kristinn, fyrrv. útibússtjóri og landsliðsmaður í knattspyrnu og skák, f. 1933. Hálfsystkini Benedikts, sammæðra: Anna Sólveig Veturliðadóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1980; Helga Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliðason matreiðslumeistari, f. 1914, d. 1999; Helga Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1941. Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, d. 13.3.2016. Hún var dóttir Óskars Jónssonar, skrifstofu- og alþm., f. 1899, d. 1969, og Katrínar Ingibergsdóttur húsmóður, f. 1908, d.2004. Benedikt og Ásdís eignuðust tvö börn. 1) Valgerður, vinnur við bókaútgáfu, f. 1965, maki Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur, f. 1960. Börn þeirra eru Gunnar og Sóley. 2) Gunnar Óskar, f. 1968, d. 1984. Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1945-48, við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Det kongelige akademi for de skønne kunster) og við teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, listmálara á Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám og listsköpun í París 1950-53, m.a. við Académie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði myndfræðilegar rannsóknir við Louvre-listasafnið i París og Prado-listasafnið í Madrid. Þá lauk hann myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964. Benedikt var kennari við Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1958-59, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík 1960-62, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kennaraskóla Íslands,síðan Kennaraháskóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent þar frá 1998. Kenndi myndlist við Listafélag MR 1965-1966 og Listafélag VR 1985-1987. Benedikt hélt á þriðja tug einkasýninga hérlendis og eina í París, í La galerie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tuttugu og þremur samsýningum víða um heim, m.a. á öllum Norðurlöndunun, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Ástralíu og fjölda samsýninga á Íslandi. Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni ASÍ, mörgum bæjarlistasöfnum og í fjölmörgum einkasöfnum og stofnunum. Ennfremur verk í erlendum söfnum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Mexíkó, Kólumbíu, Danmörku, Svíþjóð og í Ben Gurion-háskólanum í Ísrael. Hann hefur gert stórar veggmyndir og steinda glugga í nokkrar opinberar byggingar hérlendis, s.s. í Grunnskólann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í Héraðsskólann að Skógum, Keflavíkurkirkju, Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju, Suðureyrarkirkju og í Háteigskirkju í Reykjavík. Benedikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Norræna listbandalagsins 1958-60 og í sýningarnefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ 1975-77. Fór til Rússlands sem fulltrúi og umsjónarmaður sýningar ungra íslenskra myndlistarmanna, á alþjóðlegri listsýningu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp¬ur á fjölda bóka og tímarita, m.a. listtímaritið Birting. Benedikt var heiðurslistamaður Kópavogs 2002.
Andlát Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira