Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 10:39 Amasónfrumskógurinn hefur verið kallaður lungu jarðar. Getty/ Per-Anders Pettersson Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. BBC greinir frá.Um 7.900 ferkílómetrar Amasónfrumskógarins voru ruddir á tímabilinu milli ágúst mánaðar ársins 2017 og júlí ársins 2018. Aukningin nemur 13.7% frá árinu áður. Tölurnar valda brasilískum umhverfisverndarsinnum áhyggjum, ekki síst vegna skoðana nýkjörins forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro.Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu er ekki mikill stuðningsmaður verndunar Amasónskógarins.EPA/Joedson AlvesSegir ástæðuna ólöglegt skógarhögg Bolsonaro, sem var kjörinn forseti í lok október og tekur við embættinu á nýju ári, sagði í kosningabaráttu sinni að sektir vegna skógareyðingar yrðu minnkaðar og hugðist draga úr áhrifum umhverfisverndarsamtaka í landinu. Annað kosningaloforð Bolsonaro var að sameina landbúnaðar og umhverfisráðuneytin. Talið er að sú aðgerð geti haft slæm áhrif á Amasónregnskóginn. Umhverfisráðherra Brasilíu, Edson Duarte segir aukninguna stafa af ólöglegu skógarhöggi í skóginum og hvatti til hertra aðgerða gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi. Mest hefur skógareyðingin verið í héruðunum Mato Grosso og Pará.28.000 km2 eytt árið 2004 Þrátt fyrir þessa miklu eyðingu skógarins á árinu, þá mestu í 10 ár, hefur mikill árangur náðst í að leggja hömlur á þessa iðju. Árið 2004 var yfir 28.000 ferkílómetrum, svæði á stærð við Haítí, eytt í Amasónfrumskóginum. Brasilía Loftslagsmál Suður-Ameríka Umhverfismál Tengdar fréttir Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15 Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. BBC greinir frá.Um 7.900 ferkílómetrar Amasónfrumskógarins voru ruddir á tímabilinu milli ágúst mánaðar ársins 2017 og júlí ársins 2018. Aukningin nemur 13.7% frá árinu áður. Tölurnar valda brasilískum umhverfisverndarsinnum áhyggjum, ekki síst vegna skoðana nýkjörins forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro.Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu er ekki mikill stuðningsmaður verndunar Amasónskógarins.EPA/Joedson AlvesSegir ástæðuna ólöglegt skógarhögg Bolsonaro, sem var kjörinn forseti í lok október og tekur við embættinu á nýju ári, sagði í kosningabaráttu sinni að sektir vegna skógareyðingar yrðu minnkaðar og hugðist draga úr áhrifum umhverfisverndarsamtaka í landinu. Annað kosningaloforð Bolsonaro var að sameina landbúnaðar og umhverfisráðuneytin. Talið er að sú aðgerð geti haft slæm áhrif á Amasónregnskóginn. Umhverfisráðherra Brasilíu, Edson Duarte segir aukninguna stafa af ólöglegu skógarhöggi í skóginum og hvatti til hertra aðgerða gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi. Mest hefur skógareyðingin verið í héruðunum Mato Grosso og Pará.28.000 km2 eytt árið 2004 Þrátt fyrir þessa miklu eyðingu skógarins á árinu, þá mestu í 10 ár, hefur mikill árangur náðst í að leggja hömlur á þessa iðju. Árið 2004 var yfir 28.000 ferkílómetrum, svæði á stærð við Haítí, eytt í Amasónfrumskóginum.
Brasilía Loftslagsmál Suður-Ameríka Umhverfismál Tengdar fréttir Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15 Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12
Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15
Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46
Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01