Pútín á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2018 01:00 Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel. Flóahreppur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel.
Flóahreppur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira