Halda áfram limgervingu Trumps Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Aðferðir typpamyndaprakkaranna verða sífellt fágaðri. AP/Alex Brandon Spellvirkjunum sem náðu að skipta út aðalmyndinni af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á alfræðivefnum Wikipedia á föstudaginn þótti greinilega ekki fullnægjandi að komast upp með hrekkinn einu sinni. Bandaríski fréttavefurinn The Verge greindi frá því um helgina að síðan þá hefðu að minnsta kosti fimm slíkar „árásir“ verið gerðar á Wikipediasíðuna. Fréttablaðið fjallaði um hrekkinn í helgarblaðinu og kom þar fram að með því að breyta síðunni á Wikipedia hefði hrekkjalómunum einnig tekist að gabba Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple, sem birti sömuleiðis reðurmyndina er notendur spurðu út í forsetann umdeilda. Að því er kom fram í umfjöllun The Verge verða aðferðir typpamyndaprakkaranna sífellt fágaðri og vandaðri. Þeir hafa notað mismunandi typpi í hvert skipti til þess að komast hjá síum og til að mynda reynt að fela myndina fyrir stjórnendum Wikipedia með því að hlaða myndunum inn undir sakleysislegum skráarheitum. Til dæmis var ein skráin nefnd „64 year old 3.jpg“. Hrekkurinn var greinilega þaulhugsaður þar sem síða forsetans nýtur svokallaðrar aukinnar staðfestingarverndar. Það þýðir að einungis aðgangar eldri en þrjátíu daga sem hafa gert að minnsta kosti 500 breytingar gátu átt við síðu forsetans. Samkvæmt Wikipediastjórnanda sem gengur undir notandanafninu TheSandDoctor hafa ballargrallararnir komist hjá þessari vernd með því að stela aðgöngum annarra. Þótt stjórnendur geti kveikt á svokallaðri tveggja þátta auðkenningu, og þannig krafist þess að auðkenniskóði sé sendur með SMS-i áður en innskráning fer fram, náðu besefabófarnir að stela aðgangi eins stjórnanda enda hafði sá vanrækt að kveikja á þessari tveggja þátta auðkenningu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Spellvirkjunum sem náðu að skipta út aðalmyndinni af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á alfræðivefnum Wikipedia á föstudaginn þótti greinilega ekki fullnægjandi að komast upp með hrekkinn einu sinni. Bandaríski fréttavefurinn The Verge greindi frá því um helgina að síðan þá hefðu að minnsta kosti fimm slíkar „árásir“ verið gerðar á Wikipediasíðuna. Fréttablaðið fjallaði um hrekkinn í helgarblaðinu og kom þar fram að með því að breyta síðunni á Wikipedia hefði hrekkjalómunum einnig tekist að gabba Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple, sem birti sömuleiðis reðurmyndina er notendur spurðu út í forsetann umdeilda. Að því er kom fram í umfjöllun The Verge verða aðferðir typpamyndaprakkaranna sífellt fágaðri og vandaðri. Þeir hafa notað mismunandi typpi í hvert skipti til þess að komast hjá síum og til að mynda reynt að fela myndina fyrir stjórnendum Wikipedia með því að hlaða myndunum inn undir sakleysislegum skráarheitum. Til dæmis var ein skráin nefnd „64 year old 3.jpg“. Hrekkurinn var greinilega þaulhugsaður þar sem síða forsetans nýtur svokallaðrar aukinnar staðfestingarverndar. Það þýðir að einungis aðgangar eldri en þrjátíu daga sem hafa gert að minnsta kosti 500 breytingar gátu átt við síðu forsetans. Samkvæmt Wikipediastjórnanda sem gengur undir notandanafninu TheSandDoctor hafa ballargrallararnir komist hjá þessari vernd með því að stela aðgöngum annarra. Þótt stjórnendur geti kveikt á svokallaðri tveggja þátta auðkenningu, og þannig krafist þess að auðkenniskóði sé sendur með SMS-i áður en innskráning fer fram, náðu besefabófarnir að stela aðgangi eins stjórnanda enda hafði sá vanrækt að kveikja á þessari tveggja þátta auðkenningu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira