Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 06:15 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að nefndarmenn hefðu átt að segja sig frá málinu. Fréttablaðið/Ernir Stjórnmál Ekkert er fram komið sem gefur til kynna að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið gegn siðareglum alþingismanna Alþingis. Því sé ekki skilyrði fyrir því að verða við beiðni Björns Leví Gunnarssonar um að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum sem þingmenn hafa fengið vegna ferðakostnaðar. Vildi Björn Leví láta athuga hvort samræmi væri milli reikninga sem þingmenn hafa skilað inn vegna kostnaðar og ferðanna sem þeir fóru. Í erindi sínu til forsætisnefndar óskaði Björn Leví sérstaklega eftir því að kannaðar yrðu ferðir Ásmundar ef ekki yrði hægt að fara í almenna rannsókn. Ásmundur fékk 4,6 milljónir króna í akstursgreiðslur í fyrra, líkt og greint hefur verið frá, mest allra þingmanna. Ásmundur viðurkennir í svari sínu til nefndarinnar að greiðslur sem hann fékk vegna ferða sinna sem tengjast sjónvarpsþáttagerð fyrir ÍNN hafi orkað tvímælis. Hann hafi litið svo á að hann væri að slá tvær flugur í einu höggi með því að nýta ferðina til þingstarfa í kjördæmi sínu. Hann hafi því endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem hann hafði fengið endurgreiddar. „Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“ Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að málinu sé hvergi nærri lokið þrátt fyrir þetta. „Það getur ekki verið miðað við að það á að kalla saman siðanefndina en var ekki gert. Það var undarlegt að forseti slaufi fram hjá þeirri skyldu sinni. Forsætisnefnd er bara milligönguaðili í þessu. Erindi mitt snýr mikið að endurgreiðslu í kringum kosningabaráttu. Þar undir eru ansi margir þingmenn og þeir þingmenn sem voru í forsætisnefnd og hafa kannski fengið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar sem frambjóðendur en ekki sem þingmenn í kosningabaráttu hefðu átt að segja sig frá málinu.“ Björn segir að hann muni nú skoða hvaða vegir séu færir til að halda lífi í málinu sem hann telur mikilvægt. Hann sé hvergi nærri hættur. Hart tekist á um málsmeðferðina Þingmenn Pírata gagnrýndu málsmeðferð forsætisnefndar harðlega á þingfundi í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði að Birni Leví hefði verið hótað því í nefndinni að hann sjálfur yrði mögulega látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent erindið. Það væri ólíðandi og ótrúlegt að slíkt hefði komið fram. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að þótt niðurstaðan kynni að vera önnur en sumir hefðu viljað sjá hefði verið full samstaða um afgreiðslu málsins í forsætisnefnd fyrir utan fulltrúa Pírata. Niðurstaðan hefði verið vel rökstudd og málið vel unnið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það yfirgengilegt að hlusta á málflutning Pírata. „Háttvirtum þingmönnum væri sæmra að skammast sín, biðjast afsökunar á röngum sakargiftum og þjófkenningum heldur en að halda klifinu áfram eftir að niðurstaða er komin.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að almenningur gerði þá kröfu til þingmanna að þeir færu vel með fé og þegar það væri ekki gert væri öxluð á því ábyrgð. „Þetta sem gerðist í dag er birtingarmynd þess að Alþingi annaðhvort geti það ekki eða vilji það ekki. Hvort tveggja fullkomlega óásættanleg niðurstaða. Það ætti að vera lexía dagsins, ekki síst fyrir virðulegan forseta.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Stjórnmál Ekkert er fram komið sem gefur til kynna að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið gegn siðareglum alþingismanna Alþingis. Því sé ekki skilyrði fyrir því að verða við beiðni Björns Leví Gunnarssonar um að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum sem þingmenn hafa fengið vegna ferðakostnaðar. Vildi Björn Leví láta athuga hvort samræmi væri milli reikninga sem þingmenn hafa skilað inn vegna kostnaðar og ferðanna sem þeir fóru. Í erindi sínu til forsætisnefndar óskaði Björn Leví sérstaklega eftir því að kannaðar yrðu ferðir Ásmundar ef ekki yrði hægt að fara í almenna rannsókn. Ásmundur fékk 4,6 milljónir króna í akstursgreiðslur í fyrra, líkt og greint hefur verið frá, mest allra þingmanna. Ásmundur viðurkennir í svari sínu til nefndarinnar að greiðslur sem hann fékk vegna ferða sinna sem tengjast sjónvarpsþáttagerð fyrir ÍNN hafi orkað tvímælis. Hann hafi litið svo á að hann væri að slá tvær flugur í einu höggi með því að nýta ferðina til þingstarfa í kjördæmi sínu. Hann hafi því endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem hann hafði fengið endurgreiddar. „Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“ Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að málinu sé hvergi nærri lokið þrátt fyrir þetta. „Það getur ekki verið miðað við að það á að kalla saman siðanefndina en var ekki gert. Það var undarlegt að forseti slaufi fram hjá þeirri skyldu sinni. Forsætisnefnd er bara milligönguaðili í þessu. Erindi mitt snýr mikið að endurgreiðslu í kringum kosningabaráttu. Þar undir eru ansi margir þingmenn og þeir þingmenn sem voru í forsætisnefnd og hafa kannski fengið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar sem frambjóðendur en ekki sem þingmenn í kosningabaráttu hefðu átt að segja sig frá málinu.“ Björn segir að hann muni nú skoða hvaða vegir séu færir til að halda lífi í málinu sem hann telur mikilvægt. Hann sé hvergi nærri hættur. Hart tekist á um málsmeðferðina Þingmenn Pírata gagnrýndu málsmeðferð forsætisnefndar harðlega á þingfundi í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði að Birni Leví hefði verið hótað því í nefndinni að hann sjálfur yrði mögulega látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent erindið. Það væri ólíðandi og ótrúlegt að slíkt hefði komið fram. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að þótt niðurstaðan kynni að vera önnur en sumir hefðu viljað sjá hefði verið full samstaða um afgreiðslu málsins í forsætisnefnd fyrir utan fulltrúa Pírata. Niðurstaðan hefði verið vel rökstudd og málið vel unnið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það yfirgengilegt að hlusta á málflutning Pírata. „Háttvirtum þingmönnum væri sæmra að skammast sín, biðjast afsökunar á röngum sakargiftum og þjófkenningum heldur en að halda klifinu áfram eftir að niðurstaða er komin.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að almenningur gerði þá kröfu til þingmanna að þeir færu vel með fé og þegar það væri ekki gert væri öxluð á því ábyrgð. „Þetta sem gerðist í dag er birtingarmynd þess að Alþingi annaðhvort geti það ekki eða vilji það ekki. Hvort tveggja fullkomlega óásættanleg niðurstaða. Það ætti að vera lexía dagsins, ekki síst fyrir virðulegan forseta.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira