Um kennaramenntun og leyfisbréf Elna Katrín Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 08:33 Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun