Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. nóvember 2018 19:30 Öll hús í bænum Paradís í Kaliforníu eru annað hvort mikið skemmd eða ónýt og 30.000 manns hafa flúið eldana AP/Ringo H.W. Chiu Allir þrjátíu þúsund íbúar bæjarins Paradís í Kaliforníu yfirgáfu bæinn vegna mikilla skógarelda sem þar geysa. Yfirvöld hafa staðfest að minnst níu séu látnir og þrjátíu og fimm saknað. Eldarnir kviknuðu á fimmtudag og geysa bæði í norðri og suðri í ríkinu. Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt. Hvassir vindar og miklir þurrkar hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Nú áætlum við að það séu um þúsund hektarar og fari stækkandi. Mikill fjöldi bygginga hefur tapast. Við getum ekki gefið upp tölur á þessari stundu. Eins og þið sjáið hefur lægt en það gefur slökkviliðinu tækifæri til að hvíla sig í nótt og halda áfram að verja byggingar,“ segir Daryl Osby, slökkviliðsstjóri í Los Angeles. Að minnsta kosti níu eru látnir en allir fundist þeir í eða við bíla sína eftir að hafa reyna að flýja undan eldinum. Þá er að minnsta kosti 35 saknað. Hundrað og fimmtíu þúsund var gert að yfirgefa heimili sín í norðurhluta ríkisins og allt að tvö hundruð þúsund í suðurhlutanum. Meðal annars við strendur Malibú þar sem margar þekkar Hollywood stjörnur eiga heimili.Eldarnir eru með þeim verstu í KaliforníuAP/Ringo H.W. ChiuAð minnsta kostið þrír slökkviliðsmenn hafa slasast við störf en þessa stundina erum um tvö þúsund og þrjú hundruð við störf en hafa verið flestur um þrjú þúsund og tvö hundruð. „Við búumst aftur við roki á sunnudaginn svo það verður ekkert hlé á baráttunni við eldinn. En ég get sagt ykkur að slökkviliðsmennirnir og viðbragðsaðilarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja mannslíf, eignir og umhverfið á þessu svæði,“ segir Daryl. Skógareldarnir sem geysa eru að minnsta kosti fjórtán. Lögreglustjórinn í Norður Kaliforníu segir að eldarnir nú og aðstæðurnar séu þær verstu sem orðið hafa á svæðinu sem ekki sér fyrir endann á. „Þessi atburður varð eins og hann gat orðið verstur. Þetta er atburður sem við höfum óttast lengi og í gegnum tíðina höfum við unnið að því hörðum höndum að þróa áætlun um brottflutning fólks við þessar aðstæður,“ segir Kory L. Honea, lögreglustjóri í Norður Kaliforníu. Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd. 9. nóvember 2018 23:14 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Allir þrjátíu þúsund íbúar bæjarins Paradís í Kaliforníu yfirgáfu bæinn vegna mikilla skógarelda sem þar geysa. Yfirvöld hafa staðfest að minnst níu séu látnir og þrjátíu og fimm saknað. Eldarnir kviknuðu á fimmtudag og geysa bæði í norðri og suðri í ríkinu. Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt. Hvassir vindar og miklir þurrkar hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Nú áætlum við að það séu um þúsund hektarar og fari stækkandi. Mikill fjöldi bygginga hefur tapast. Við getum ekki gefið upp tölur á þessari stundu. Eins og þið sjáið hefur lægt en það gefur slökkviliðinu tækifæri til að hvíla sig í nótt og halda áfram að verja byggingar,“ segir Daryl Osby, slökkviliðsstjóri í Los Angeles. Að minnsta kosti níu eru látnir en allir fundist þeir í eða við bíla sína eftir að hafa reyna að flýja undan eldinum. Þá er að minnsta kosti 35 saknað. Hundrað og fimmtíu þúsund var gert að yfirgefa heimili sín í norðurhluta ríkisins og allt að tvö hundruð þúsund í suðurhlutanum. Meðal annars við strendur Malibú þar sem margar þekkar Hollywood stjörnur eiga heimili.Eldarnir eru með þeim verstu í KaliforníuAP/Ringo H.W. ChiuAð minnsta kostið þrír slökkviliðsmenn hafa slasast við störf en þessa stundina erum um tvö þúsund og þrjú hundruð við störf en hafa verið flestur um þrjú þúsund og tvö hundruð. „Við búumst aftur við roki á sunnudaginn svo það verður ekkert hlé á baráttunni við eldinn. En ég get sagt ykkur að slökkviliðsmennirnir og viðbragðsaðilarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja mannslíf, eignir og umhverfið á þessu svæði,“ segir Daryl. Skógareldarnir sem geysa eru að minnsta kosti fjórtán. Lögreglustjórinn í Norður Kaliforníu segir að eldarnir nú og aðstæðurnar séu þær verstu sem orðið hafa á svæðinu sem ekki sér fyrir endann á. „Þessi atburður varð eins og hann gat orðið verstur. Þetta er atburður sem við höfum óttast lengi og í gegnum tíðina höfum við unnið að því hörðum höndum að þróa áætlun um brottflutning fólks við þessar aðstæður,“ segir Kory L. Honea, lögreglustjóri í Norður Kaliforníu.
Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd. 9. nóvember 2018 23:14 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd. 9. nóvember 2018 23:14
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31
Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12
Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04