Hjón fá milljónir í bætur eftir dramatíska handtöku og gæsluvarðhald Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2018 17:29 Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku hjónin árla morguns fyrir framan börn hjónanna á heimili þeirra í nóvember árið 2016. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem þau sættu í tengslum við rannsókn lögreglu á íkveikju haustið 2016. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Voru þessi fjórir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Voru þau í fjóra daga í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Hæstiréttur taldi lögreglu ekki hafa leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar sem nú væru lausir úr haldi, hefðu framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Dómur í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu féll á fimmtudag. Þar kemur fram að hjónin hafi verið handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni en taldi hana of langt úr hófi, en karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem þau sættu í tengslum við rannsókn lögreglu á íkveikju haustið 2016. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Voru þessi fjórir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Voru þau í fjóra daga í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Hæstiréttur taldi lögreglu ekki hafa leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar sem nú væru lausir úr haldi, hefðu framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Dómur í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu féll á fimmtudag. Þar kemur fram að hjónin hafi verið handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni en taldi hana of langt úr hófi, en karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30
Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46
Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48