Sleppa vélrænum órangútan lausum í London Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:45 Kannski verður órangútaninn vélræni líkur þessu kríli. Getty/Robertus Pudyanto Verslunarkeðjan Iceland ætlar að sleppa vélrænum órangútan lausum á götur Bretlands eftir að jólaauglýsing fyrirtækisins var bönnuð. Auglýsingin þótti of pólitísk en hún vakti athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu. Hinn vélræni api þykir einkar raunverulegur í útliti og er honum ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem tegundin stendur frammi fyrir vegna framleiðslu pálmaolíu. Órangútaninn var framleiddur af tæknibrelluteymi sem hefur unnið við sjónvarpsþætti á borð við Doctor Who og Sherlock. Hann mun fyrst sjást í jólatré á Coin Street í suðurhluta London þangað til hann verður færður á aðra staði. Hann mun einnig birtast í verslunum Iceland um allt Bretland í leit að nýju heimili ef svo má að orði komast. Jólaauglýsing Iceland var bönnuð í síðustu viku. Um er að ræða teiknaða stuttmynd sem framleidd var af Greenpeace sem samþykkti að keðjan mætti nota myndina í auglýsingaskyni. Var það niðurstaða eftirlitsstofnunar í Bretlandi að auglýsingin stríði gegn lögum um pólitískar auglýsingar. Bannið vakti mikil og hörð viðbrögð og voru ýmsar stórstjörnur sem dreifðu auglýsingunni í þeirri veiku von að sýningar á henni yrðu leyfðar. Breskir þingmenn hafa einnig vakið athygli á myndinni og þá hefur undirskriftasöfnun á Change.org safnað rúmlega 700 þúsund undirskriftum. This commercial was banned from TV for being too political. I think everyone should see it x pic.twitter.com/ns2XnGSnv6 — James Corden (@JKCorden) November 11, 2018Andstæðingar auglýsingarinnar hafa einnig látið í sér heyra og hefur keðjan verið sökuð um að framleiða viljandi umdeilda auglýsingu sem myndi líklega vera bönnuð í þeim tilgangi að fá meiri athygli. Iceland hefur neitað þessu og segist hafa keypt auglýsingapláss fyrir hálfa milljón punda. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Pálmaolía leynist í hinum ýmsu hreinlætis- og matvörum en framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Tengdar fréttir Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Verslunarkeðjan Iceland ætlar að sleppa vélrænum órangútan lausum á götur Bretlands eftir að jólaauglýsing fyrirtækisins var bönnuð. Auglýsingin þótti of pólitísk en hún vakti athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu. Hinn vélræni api þykir einkar raunverulegur í útliti og er honum ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem tegundin stendur frammi fyrir vegna framleiðslu pálmaolíu. Órangútaninn var framleiddur af tæknibrelluteymi sem hefur unnið við sjónvarpsþætti á borð við Doctor Who og Sherlock. Hann mun fyrst sjást í jólatré á Coin Street í suðurhluta London þangað til hann verður færður á aðra staði. Hann mun einnig birtast í verslunum Iceland um allt Bretland í leit að nýju heimili ef svo má að orði komast. Jólaauglýsing Iceland var bönnuð í síðustu viku. Um er að ræða teiknaða stuttmynd sem framleidd var af Greenpeace sem samþykkti að keðjan mætti nota myndina í auglýsingaskyni. Var það niðurstaða eftirlitsstofnunar í Bretlandi að auglýsingin stríði gegn lögum um pólitískar auglýsingar. Bannið vakti mikil og hörð viðbrögð og voru ýmsar stórstjörnur sem dreifðu auglýsingunni í þeirri veiku von að sýningar á henni yrðu leyfðar. Breskir þingmenn hafa einnig vakið athygli á myndinni og þá hefur undirskriftasöfnun á Change.org safnað rúmlega 700 þúsund undirskriftum. This commercial was banned from TV for being too political. I think everyone should see it x pic.twitter.com/ns2XnGSnv6 — James Corden (@JKCorden) November 11, 2018Andstæðingar auglýsingarinnar hafa einnig látið í sér heyra og hefur keðjan verið sökuð um að framleiða viljandi umdeilda auglýsingu sem myndi líklega vera bönnuð í þeim tilgangi að fá meiri athygli. Iceland hefur neitað þessu og segist hafa keypt auglýsingapláss fyrir hálfa milljón punda. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Pálmaolía leynist í hinum ýmsu hreinlætis- og matvörum en framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu.
Tengdar fréttir Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent