Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 18:47 Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. vísir/vilhelm Óskað hefur verið eftir umsögnum um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um takmörkun á notkun plastpoka. Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. Þar er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun plastpoka. Er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling eða færri og eigi síðar en í árslok 2025 skuli magnið vera 40 burðarpokar eða færri. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að frumvarpið geri einnig ráð fyrir að bannað verði að afhenda plastpoka án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun. Þá verði lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021. Bónus greindi frá því í síðasta mánuði að hætt hafi verið að selja plastpoka í verslunum þess og yrði þess í stað boðið upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka.Berist fyrir 28. nóvember „Frumvarpið er í samræmi við tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði til umhverfis- og auðlindaráðherra 1. nóvember 2018. Þar eru lagðar til alls 18 aðgerðir og eru tillögurnar í samráðsferli til 4. desember 2018. Ein af aðgerðunum sem gerð er tillaga um varðar burðapoka úr plasti. Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 28. nóvember nk.,“ segir í fréttinni. Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Óskað hefur verið eftir umsögnum um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um takmörkun á notkun plastpoka. Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. Þar er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun plastpoka. Er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling eða færri og eigi síðar en í árslok 2025 skuli magnið vera 40 burðarpokar eða færri. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að frumvarpið geri einnig ráð fyrir að bannað verði að afhenda plastpoka án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun. Þá verði lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021. Bónus greindi frá því í síðasta mánuði að hætt hafi verið að selja plastpoka í verslunum þess og yrði þess í stað boðið upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka.Berist fyrir 28. nóvember „Frumvarpið er í samræmi við tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði til umhverfis- og auðlindaráðherra 1. nóvember 2018. Þar eru lagðar til alls 18 aðgerðir og eru tillögurnar í samráðsferli til 4. desember 2018. Ein af aðgerðunum sem gerð er tillaga um varðar burðapoka úr plasti. Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 28. nóvember nk.,“ segir í fréttinni.
Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27